„Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 18:14 Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var glaðbeittur eftir sigurinn. Stöð 2 Sport Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
„Að sjálfsögðu. Þetta var erfiður leikur og þetta var baráttuleikur,“ sagði Þorsteinn að leik loknum. „Við vissum alveg að þær eru líkamlega sterkar og að við þyrftum að hafa virkilega fyrir þeim og að þetta yrði leikur sem yrði „tough“ fyrir okkur. Ég er bara gríðarlega stoltur að hafa haldið þeim í núllinu hérna og ég var mjög bjartsýnn á það að við myndum skora og við gerðum það, sem betur fer. Svo náðum við að þröngva þessu í gegn.“ Tékkneska liðið skapaði litla sem enga hættu fyrir framan íslenska markið lengst af í leiknum og Þorsteinn segist vera virkilega ánægður með varnarvinnu liðsins í dag. „Við vorum „solid“ varnarlega og Sandra var góð í markinu. Allt liðið spilaði vel varnarlega. Þær voru ekkert að opna okkur og það kom okkur ekkert á óvart hvernig þær voru að spila á móti okkur.“ „En þær náðu aðeins að þrýsta á okkur kannski seinustu tuttugu mínúturnar og við náðum ekki alveg að spila út úr því. Við hefðum getað gert betur í að losa því við fengum oft fínar stöður, en svo var sendingin að klikka og eitthvað svoleiðis. En ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið.“ Nú þegar tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni situr íslenska liðið á toppnum með eins stigs forskot á Hollendinga sem sitja í öðru sæti. Liðin mætast í september og þar er í raun hægt að tala um hreinan úrslitaleik um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM. „Það var svo sem stefnan allan tímann. Við ætluðum að fara í úrslitaleik í Hollandi og það tókst allavega eins og staðan er í dag. Við þurfum að vinna Hvít-Rússa og síðan förum við til Hollands og spilum til sigurs þar,“ sagði Þorsteinn að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórs eftir leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira