Bestu íslensku auglýsingar síðasta árs verðlaunaðar Tinni Sveinsson skrifar 15. apríl 2022 07:01 Jörundur Ragnarsson leikari brá sér í hlutverk Mark Zuckerberg í auglýsingu Íslandsstofu um Icelandverse. Íslandsstofa Icelandverse auglýsingin sem náði athygli Mark Zuckerberg, Atlantsolíu söngurinn sem erfitt er að fá ekki á heilann og jólaauglýsingin frá Icelandair um flugmanninn sem mokaði flugvélina út í New York eru meðal þeirra auglýsinga sem voru valdar þær bestu í sínum flokki. Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í 36. sinn við hátíðlega athöfn síðastliðið föstudagsvöld. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta lúðra á hátíðinni, alls fjóra, og er það fimmta árið í röð sem stofan er hlutskörpust. Samtök íslensks auglýsingafólks, ÍMARK, standa fyrir verðlaunaafhendingunni en sjá má öll verðlaun hér að neðan. Stofurnar ánægðar „Við erum virkilega ánægð með árangurinn. Við leggjum mikið upp úr árangursdrifinni hugmyndavinnu og það er gaman að uppskera eftir því,” segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburgar. Næst í röðinni kom Kontor með þrjá lúðra og segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director og einn eigenda, það ánægjulegt fyrir litla stofu. „Við höfum mikinn metnað fyrir öllu því sem við gerum, allt frá hugmynd til herferðar. Við erum hrikalega kát að deila þessum árangri með okkar frábæru viðskiptavinum.“ Fjórar stofur hlutu tvo lúðra hver; Hvíta húsið, PIPAR\TBWA, Peel auglýsingastofa og Hér & Nú. Þá hlaut ný auglýsingastofa, Cirkus, hlaut sinn fyrsta Lúður á hátíðinni. Hér & Nú hlutu að auki Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins, flokkahappdrætti Háskóla Íslands. „Árangur þess ótrúlegur. Það hafa ekki selst fleiri miðar í ríflega aldarfjórðung eða frá árinu 1995,“ segir Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér & Nú. Stofan fékk allar tilnefningar í Áruna þetta árið eða þrjár talsins, þrátt fyrir fjölda innsendinga. Hér að neðan má sjá þær auglýsingar sem fengu Lúður í mismunandi flokkum og hverjir stóðu að baki þeim. Kvikmyndaðar auglýsingar Jól - Við komum þér heim Auglýsandi: Icelandair Auglýsingastofa: Hvíta húsið Útvarpsauglýsingar Óþolandi ódýrt Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Bein markaðssetning Vörn gegn óþoli Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Prentauglýsingar Leggjum okkur jólapappír Auglýsandi: KFC Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa PR Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa Vef- og samfélagsmiðlar – almennt Íslenskan er hafsjór Auglýsandi: Brim Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Stafrænar auglýsingar Jólakveðja par Excelans Auglýsandi: KPMG Auglýsingastofa: Cirkus Umhverfisauglýsingar ORA Jólabjór Auglýsandi: ÍSAM Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Veggspjöld og skilti Verbúðin Auglýsandi: Vesturport Auglýsingastofa: Brandenburg Viðburðir Afmælislag Hörpu Auglýsandi: Harpa Auglýsingastofa: Hvíta húsið Mörkun - ásýnd vörumerkis Skuggabaldur Auglýsandi: Skuggabaldur Auglýsingastofa: Brandenburg Herferð Það er kominn matur Auglýsandi: Heimkaup Auglýsingastofa: Brandenburg Almannaheill - kvikmyndaðar auglýsingar Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill – herferðir Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill - opinn flokkur Þitt nafn bjargar lífi Auglýsandi: Amnesty Auglýsingastofa: Brandenburg ÁRA - árangursríkasta markaðsherferðin Flokkahappdrætti HHÍ Auglýsandi: Happdrætti Háskóla Íslands Auglýsingastofa: Hér & Nú. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í 36. sinn við hátíðlega athöfn síðastliðið föstudagsvöld. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta lúðra á hátíðinni, alls fjóra, og er það fimmta árið í röð sem stofan er hlutskörpust. Samtök íslensks auglýsingafólks, ÍMARK, standa fyrir verðlaunaafhendingunni en sjá má öll verðlaun hér að neðan. Stofurnar ánægðar „Við erum virkilega ánægð með árangurinn. Við leggjum mikið upp úr árangursdrifinni hugmyndavinnu og það er gaman að uppskera eftir því,” segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburgar. Næst í röðinni kom Kontor með þrjá lúðra og segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director og einn eigenda, það ánægjulegt fyrir litla stofu. „Við höfum mikinn metnað fyrir öllu því sem við gerum, allt frá hugmynd til herferðar. Við erum hrikalega kát að deila þessum árangri með okkar frábæru viðskiptavinum.“ Fjórar stofur hlutu tvo lúðra hver; Hvíta húsið, PIPAR\TBWA, Peel auglýsingastofa og Hér & Nú. Þá hlaut ný auglýsingastofa, Cirkus, hlaut sinn fyrsta Lúður á hátíðinni. Hér & Nú hlutu að auki Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins, flokkahappdrætti Háskóla Íslands. „Árangur þess ótrúlegur. Það hafa ekki selst fleiri miðar í ríflega aldarfjórðung eða frá árinu 1995,“ segir Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér & Nú. Stofan fékk allar tilnefningar í Áruna þetta árið eða þrjár talsins, þrátt fyrir fjölda innsendinga. Hér að neðan má sjá þær auglýsingar sem fengu Lúður í mismunandi flokkum og hverjir stóðu að baki þeim. Kvikmyndaðar auglýsingar Jól - Við komum þér heim Auglýsandi: Icelandair Auglýsingastofa: Hvíta húsið Útvarpsauglýsingar Óþolandi ódýrt Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Bein markaðssetning Vörn gegn óþoli Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Prentauglýsingar Leggjum okkur jólapappír Auglýsandi: KFC Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa PR Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa Vef- og samfélagsmiðlar – almennt Íslenskan er hafsjór Auglýsandi: Brim Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Stafrænar auglýsingar Jólakveðja par Excelans Auglýsandi: KPMG Auglýsingastofa: Cirkus Umhverfisauglýsingar ORA Jólabjór Auglýsandi: ÍSAM Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Veggspjöld og skilti Verbúðin Auglýsandi: Vesturport Auglýsingastofa: Brandenburg Viðburðir Afmælislag Hörpu Auglýsandi: Harpa Auglýsingastofa: Hvíta húsið Mörkun - ásýnd vörumerkis Skuggabaldur Auglýsandi: Skuggabaldur Auglýsingastofa: Brandenburg Herferð Það er kominn matur Auglýsandi: Heimkaup Auglýsingastofa: Brandenburg Almannaheill - kvikmyndaðar auglýsingar Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill – herferðir Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill - opinn flokkur Þitt nafn bjargar lífi Auglýsandi: Amnesty Auglýsingastofa: Brandenburg ÁRA - árangursríkasta markaðsherferðin Flokkahappdrætti HHÍ Auglýsandi: Happdrætti Háskóla Íslands Auglýsingastofa: Hér & Nú.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira