Forstjórinn áætlar að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2022 13:00 Búið er að slökkva eldinn en Brunavarnir Suðurnesja eru enn með mannskap við brunavettvang til að vakta timburhaug þar sem enn gæti logað í glæðum. Mynd:Helgi Helgason Forstjóri Íslenska gámafélagsins áætlar að tjón vegna brunans í endurvinnslustöð á Reykjanesi um helgina hlaupi á allt að þrjú hundruð milljónum króna. Hann segir brunann mikið áfall en er á sama tíma feginn að ekkert manntjón varð. Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“ Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja er enn að störfum, aðallega við að vakta timburhaug. Rúmir tveir sólarhringur er liðinn frá því eldurinn kviknaði. Eldur kom upp í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ um hádegisbil á laugardag. Íbúar í Garði voru beðnir um að loka gluggum hjá sér því reykurinn, sem lagði yfir bæinn, var eitraður. Eldsvoðinn er að sögn Jóns Þóris Frantzson, forstjóra, gríðarlegt áfall fyrir gámafélagið. „Þetta er svona altjón á öllum þeim munum og vörum sem voru á staðnum. Þarna fór ein skemma, tvö tæki, fjöldinn allur af gámum og körum. Án þess að það sé búið að leggja mikið mat á þetta. Þetta er eitthvað ábilinu tvö til þrjú hundrað milljónir. Auðvitað er rekstraróhagræði mikið. Við erum í erfiðum málum þessa dagana en við leysum það.“ Jón áætlar að uppbygging geti tekið heila fimm til sex mánuði. Jón Þórir hjá Íslenska gámafélaginu segir stórbrunann vera mikið áfall.visir/vilhelm „Okkur þykir afskaplega leitt að þennan reyk lagði yfir Garð og við biðjum fólk afsökunar á því. Við erum afskaplega fegnir að ekkert manntjón varð en að öðru leyti er það alltaf leiðinlegt þegar svona gerist.“ Á fjórða tug slökkviliðsmanna voru að störfum um helgina. Enn logar í glæðum í gríðarstórri timburhrúgu. „Við hættum dælingu á þetta um miðnætti og vorum með menn á vakt. Um fimmleytið byrjaði að rjúka aftur úr timburhaugnum, þessu kurli, þannig að við byrjuðum aftur að sprauta á þetta. Við erum með tvo, þrjá starfsmenn og tæki, það er allur eldur búinn í raun og veru, en við erum þarna bara með varðstöðu til þess að passa að þetta fari ekki úr böndunum aftur,“ sagði Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. Jón segir að eldsupptök séu ekki kunn en að lögreglan fái brunavettvang til rannsóknar í dag. Hann segir að magn timbursins, sem sé í vöktun, sé gríðarlegt. „Og sumt af því er kurlað þannig að það er eiginlega ógerningur að slökkva í, svona nema með því að grafa það til. Þú sérð það að við erum búnir að vera með þrjár öflugar gröfur að grafa þarna í á annan sólarhring.“
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24 Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12 Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. 10. apríl 2022 08:24
Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. 9. apríl 2022 23:12
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28