Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn Árni Jóhannsson skrifar 9. apríl 2022 22:31 Þjálfari Njarðvíkinga gat verið ánægður með sína menn í kvöld þó margt hafi væntanlega mátt fara betur. Hulda Margrét „Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“ UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Benedikt var sammála blaðamanni að þessi leikur hafi verið skrýtinn og sagði að það hafi verið góður varnarleikur að lokum sem skilaði sigri sinna manna. „Ofsalega „scrappy“ leikur. Þetta var allt þungt og stirt og í þessi fáu skipti sem við náðum að keyra hraðann aðeins upp þá komu, ég ætla ekki að segja auðveld stig, en allavega aðeins þægilegri stig heldur en í hnoðinu og þunglamalegheitin þegar við vorum að stilla upp á hálfum velli. Ég veit ekki, ég verð að vera á því að vörnin hafi klárað þetta. Bæði lið voru náttúrlega að spila hörku vörn.“ „Bæði lið hafa líka farið vel yfir hvort annað, þannig að það er ekkert skrýtið að það sé skorað aðeins minna en eigum við ekki að segja að vörnin hafi klárað þetta. Ég get komið með miklu gáfulegra svar á morgun þegar ég er búinn að fara yfir leikinn. Ég var ánægður með vörnina, við höldum þeim í 67 stigum en það er ekki langt síðan þeir skoruðu 125 stig á okkur.“ Aldur Njarðvíkinga hefur verið til umtals og var Benedikt spurður að því hvort það gæti haft áhrif á hversu þungt þetta var eða var þetta meira ákafinn í úrslitakeppni sem skipti máli? „Ég held að aldurinn fari nú ekki að segja til sín í leik tvö í úrslitakeppninni. Ég held bara að andrúmsloftið sem myndast í úrslitakeppninni sem hafi gert þetta að ljótum leik í raun og veru. Stundum fer þetta bara í það. Þetta verður meiri barátta og slagsmál. Það var þannig lína líka. Menn fengu að koma við hvorn annan og það voru átök. Þetta var ekki það sem maður lagði upp með þegar maður kom hingað en þetta er náttúrlega ekki fyrsti leikurinn sem fer ekki nákvæmlega eins og maður leggur upp með.“ Benedikt var mjög ánægður með stuðning síns fólks í kvöld. „Mér fannst stuðningurinn báðum megin vera virkilega góður. Var ekki bara nánast fullt, ég tek svo lítið eftir áhorfendum. Mér sýndist bara vera þvílík stemmning og mér fannst okkar stuðningsmenn eiga í fullu tréi við fjölmenna Miðju, gömlu góðu Miðjuna, sem getur heldur betur unnið leiki. Ég þekki það.“ Að lokum var Benedikt spurður út í það hvað hann ætlaði að segja við sína menn strax eftir leik. „Ég er bara að fara að fara yfir endurheimtina. Nú snýst þetta um að vera eins ferskur og maður getur á þriðjudaginn. Við förum síðan bara yfir leikinn á morgun. Eins og þú segir, gamalt lið og endurheimtin skiptir miklu máli.“
UMF Njarðvík Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Leik lokið: KR – Njarðvík 67-74 | Njarðvíkingar gerðu nóg til að komast í 2-0 í einvíginu Leikur Njarðvíkur og KR á Meistaravöllum var skrýtinn og átti hvorugt lið góðan dag sóknarlega en ákafinn var mikill og spennustigið hátt. Njarðvíkingar gerðu nóg að lokum og sigldu sigrinum heim 67-74 og hafa tekið 2-0 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildar karla. 9. apríl 2022 22:13
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum