„Lélegasta liðið í deildinni“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 14:15 Theódór Ingi Pálmason og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa fátt fallegt að segja um Aftureldingu þessa dagana. Stöð 2 Sport „Það er algjört andleysi yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um leik Aftureldingar að undanförnu í Olís-deild karla í handbolta. Mosfellingar fengu sinn skerf af gagnrýni í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar. Afturelding tapaði 27-21 fyrir FH sem þó hvíldi Ásbjörn Friðriksson í leiknum á miðvikudaginn. Sama dag var tilkynnt um nýjan samning til þriggja ára við þjálfara Aftureldingar, Gunnar Magnússon, sem Ásgeir segir að beri sína ábyrgð á andleysi liðsins: „En þeir eru ekki að spila eitthvað rangar taktíkir eða slíkt. Ég hef unnið með Gunna sjálfur og veit alveg að hann er með það upp á tíu. En hann verður að ná til leikmannanna. Hann verður að kveikja þennan eld hjá leikmönnunum til þess að þeir fari að sýna það sem í þá er spunnið. Þeir þurfa að rífa sig í gang,“ sagði Ásgeir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Theódór Ingi Pálmason tók dýpra í árinni: „Ef ég væri að þjálfa lið í þessari deild þá væri ég eiginlega mest til í, af öllum liðum í deildinni og þar með Víkingi og HK meðtöldum, að spila við Aftureldingu eins og staðan er núna. Það er bara ekki neitt að frétta þarna. Þetta er lélegasta liðið í deildinni eins og staðan er núna. Þetta er hörmung viku eftir viku.“ Nú er lokaumferð deildarinnar eftir á sunnudaginn og ef Afturelding tapar þar gegn Fram missa Mosfellingar af úrslitakeppninni. En eiga þeir skilið að fara í úrslitakeppnina? „Nei. Og þeir gera það ekki. Hvernig eiga þeir að vinna Fram?“ sagði Theódór en umræðuna má sjá hér að ofan. Lokaumferðinni í Olís-deild karla verða gerð ítarleg skil á íþróttarásum Stöðvar 2 á sunnudaginn þar sem fylgst verður með gangi mála á öllum helstu vígstöðvum. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja leik klukkan 17.40 á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Afturelding tapaði 27-21 fyrir FH sem þó hvíldi Ásbjörn Friðriksson í leiknum á miðvikudaginn. Sama dag var tilkynnt um nýjan samning til þriggja ára við þjálfara Aftureldingar, Gunnar Magnússon, sem Ásgeir segir að beri sína ábyrgð á andleysi liðsins: „En þeir eru ekki að spila eitthvað rangar taktíkir eða slíkt. Ég hef unnið með Gunna sjálfur og veit alveg að hann er með það upp á tíu. En hann verður að ná til leikmannanna. Hann verður að kveikja þennan eld hjá leikmönnunum til þess að þeir fari að sýna það sem í þá er spunnið. Þeir þurfa að rífa sig í gang,“ sagði Ásgeir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Theódór Ingi Pálmason tók dýpra í árinni: „Ef ég væri að þjálfa lið í þessari deild þá væri ég eiginlega mest til í, af öllum liðum í deildinni og þar með Víkingi og HK meðtöldum, að spila við Aftureldingu eins og staðan er núna. Það er bara ekki neitt að frétta þarna. Þetta er lélegasta liðið í deildinni eins og staðan er núna. Þetta er hörmung viku eftir viku.“ Nú er lokaumferð deildarinnar eftir á sunnudaginn og ef Afturelding tapar þar gegn Fram missa Mosfellingar af úrslitakeppninni. En eiga þeir skilið að fara í úrslitakeppnina? „Nei. Og þeir gera það ekki. Hvernig eiga þeir að vinna Fram?“ sagði Theódór en umræðuna má sjá hér að ofan. Lokaumferðinni í Olís-deild karla verða gerð ítarleg skil á íþróttarásum Stöðvar 2 á sunnudaginn þar sem fylgst verður með gangi mála á öllum helstu vígstöðvum. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja leik klukkan 17.40 á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira