Sjáðu lokasekúndurnar í Eyjum sem Arnar Daði var æfur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2022 11:16 Arnari Daða Arnarssyni var ekki skemmt eftir leikinn í Eyjum í gær. stöð 2 sport Það sauð á Arnari Daða Arnarssyni, þjálfara Gróttu, eftir tapið nauma fyrir ÍBV sem gerði út um vonir Seltirninga á að komast í úrslitakeppnina í Olís-deild karla. Arnar Daði var afar ósáttur við dómara leiksins og vandaði þeim ekki kveðjurnar. Þegar tíu sekúndur voru eftir fiskaði Eyjamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson vítakast fyrir Gróttu. Andri Þór Helgason tók það, skoraði og jafnaði í 36-36. Dómarar leiksins, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, stoppuðu hins vegar tímann sem gaf Eyjamönnum tækifæri til að taka leikhlé og stilla upp í lokasókn. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Að því loknu fór Sigtryggur Daði Rúnarsson upp í skot og skoraði þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði heimamönnum stigin tvö, 37-36. Klippa: Dramatíkin í Eyjum Þar með gerði hann líka út um möguleika Gróttu á að komast í úrslitakeppnina. Ef leikurinn hefði endað með jafntefli hefði Grótta farið í úrslitaleik við KA um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar Daði var afar óhress með dómararnir, sem honum finnst hafa fengið óhóflegt lof fyrir frammistöðu sína í vetur, hafi stöðvað tímann þegar Grótta fékk vítakastið undir lok leiks. „Það sem gekk á var að við vorum manni færri síðustu 6-7 mínúturnar. Við gerðum nákvæmlega allt sem við þurftum til að innbyrða eitt stig sem hefði dugað okkur til að fara í úrslitaleik á móti KA. En það sem við klikkum á er, út frá því hverjir eru að dæma, er að við fáum þetta víti þegar tíu sekúndur eru eftir. Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti sem eru nýir í faginu en hafa fengið ótrúlegt lof fyrir einhverja frammistöðu sem ég hef ekki enn séð. Fólk getur blaðrað stundum og talað í frösum,“ sagði Arnar Daði. „Þeir taka þá ákvörðun að stoppa leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir og eina sem mér dettur í hug er einfaldlega til þess að þeir vildu að ÍBV myndi fá tækifæri til að skora í lokasókninni. Annars gerðum við allt til að innbyrða stig.“ Lokasekúndurnar í leik ÍBV og Gróttu og hluta af viðtalinu við Arnar Daða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farið verður yfir 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Þegar tíu sekúndur voru eftir fiskaði Eyjamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson vítakast fyrir Gróttu. Andri Þór Helgason tók það, skoraði og jafnaði í 36-36. Dómarar leiksins, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, stoppuðu hins vegar tímann sem gaf Eyjamönnum tækifæri til að taka leikhlé og stilla upp í lokasókn. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Að því loknu fór Sigtryggur Daði Rúnarsson upp í skot og skoraði þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði heimamönnum stigin tvö, 37-36. Klippa: Dramatíkin í Eyjum Þar með gerði hann líka út um möguleika Gróttu á að komast í úrslitakeppnina. Ef leikurinn hefði endað með jafntefli hefði Grótta farið í úrslitaleik við KA um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar Daði var afar óhress með dómararnir, sem honum finnst hafa fengið óhóflegt lof fyrir frammistöðu sína í vetur, hafi stöðvað tímann þegar Grótta fékk vítakastið undir lok leiks. „Það sem gekk á var að við vorum manni færri síðustu 6-7 mínúturnar. Við gerðum nákvæmlega allt sem við þurftum til að innbyrða eitt stig sem hefði dugað okkur til að fara í úrslitaleik á móti KA. En það sem við klikkum á er, út frá því hverjir eru að dæma, er að við fáum þetta víti þegar tíu sekúndur eru eftir. Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti sem eru nýir í faginu en hafa fengið ótrúlegt lof fyrir einhverja frammistöðu sem ég hef ekki enn séð. Fólk getur blaðrað stundum og talað í frösum,“ sagði Arnar Daði. „Þeir taka þá ákvörðun að stoppa leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir og eina sem mér dettur í hug er einfaldlega til þess að þeir vildu að ÍBV myndi fá tækifæri til að skora í lokasókninni. Annars gerðum við allt til að innbyrða stig.“ Lokasekúndurnar í leik ÍBV og Gróttu og hluta af viðtalinu við Arnar Daða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farið verður yfir 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni