Sjáðu lokasekúndurnar í Eyjum sem Arnar Daði var æfur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2022 11:16 Arnari Daða Arnarssyni var ekki skemmt eftir leikinn í Eyjum í gær. stöð 2 sport Það sauð á Arnari Daða Arnarssyni, þjálfara Gróttu, eftir tapið nauma fyrir ÍBV sem gerði út um vonir Seltirninga á að komast í úrslitakeppnina í Olís-deild karla. Arnar Daði var afar ósáttur við dómara leiksins og vandaði þeim ekki kveðjurnar. Þegar tíu sekúndur voru eftir fiskaði Eyjamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson vítakast fyrir Gróttu. Andri Þór Helgason tók það, skoraði og jafnaði í 36-36. Dómarar leiksins, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, stoppuðu hins vegar tímann sem gaf Eyjamönnum tækifæri til að taka leikhlé og stilla upp í lokasókn. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Að því loknu fór Sigtryggur Daði Rúnarsson upp í skot og skoraði þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði heimamönnum stigin tvö, 37-36. Klippa: Dramatíkin í Eyjum Þar með gerði hann líka út um möguleika Gróttu á að komast í úrslitakeppnina. Ef leikurinn hefði endað með jafntefli hefði Grótta farið í úrslitaleik við KA um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar Daði var afar óhress með dómararnir, sem honum finnst hafa fengið óhóflegt lof fyrir frammistöðu sína í vetur, hafi stöðvað tímann þegar Grótta fékk vítakastið undir lok leiks. „Það sem gekk á var að við vorum manni færri síðustu 6-7 mínúturnar. Við gerðum nákvæmlega allt sem við þurftum til að innbyrða eitt stig sem hefði dugað okkur til að fara í úrslitaleik á móti KA. En það sem við klikkum á er, út frá því hverjir eru að dæma, er að við fáum þetta víti þegar tíu sekúndur eru eftir. Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti sem eru nýir í faginu en hafa fengið ótrúlegt lof fyrir einhverja frammistöðu sem ég hef ekki enn séð. Fólk getur blaðrað stundum og talað í frösum,“ sagði Arnar Daði. „Þeir taka þá ákvörðun að stoppa leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir og eina sem mér dettur í hug er einfaldlega til þess að þeir vildu að ÍBV myndi fá tækifæri til að skora í lokasókninni. Annars gerðum við allt til að innbyrða stig.“ Lokasekúndurnar í leik ÍBV og Gróttu og hluta af viðtalinu við Arnar Daða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farið verður yfir 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Þegar tíu sekúndur voru eftir fiskaði Eyjamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson vítakast fyrir Gróttu. Andri Þór Helgason tók það, skoraði og jafnaði í 36-36. Dómarar leiksins, þeir Vilhelm Gauti Bergsveinsson og Ólafur Víðir Ólafsson, stoppuðu hins vegar tímann sem gaf Eyjamönnum tækifæri til að taka leikhlé og stilla upp í lokasókn. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók leikhlé þegar átta sekúndur voru eftir. Að því loknu fór Sigtryggur Daði Rúnarsson upp í skot og skoraði þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði heimamönnum stigin tvö, 37-36. Klippa: Dramatíkin í Eyjum Þar með gerði hann líka út um möguleika Gróttu á að komast í úrslitakeppnina. Ef leikurinn hefði endað með jafntefli hefði Grótta farið í úrslitaleik við KA um sæti í úrslitakeppninni í lokaumferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar Daði var afar óhress með dómararnir, sem honum finnst hafa fengið óhóflegt lof fyrir frammistöðu sína í vetur, hafi stöðvað tímann þegar Grótta fékk vítakastið undir lok leiks. „Það sem gekk á var að við vorum manni færri síðustu 6-7 mínúturnar. Við gerðum nákvæmlega allt sem við þurftum til að innbyrða eitt stig sem hefði dugað okkur til að fara í úrslitaleik á móti KA. En það sem við klikkum á er, út frá því hverjir eru að dæma, er að við fáum þetta víti þegar tíu sekúndur eru eftir. Ólafur Víðir og Vilhelm Gauti sem eru nýir í faginu en hafa fengið ótrúlegt lof fyrir einhverja frammistöðu sem ég hef ekki enn séð. Fólk getur blaðrað stundum og talað í frösum,“ sagði Arnar Daði. „Þeir taka þá ákvörðun að stoppa leikinn þegar tíu sekúndur voru eftir og eina sem mér dettur í hug er einfaldlega til þess að þeir vildu að ÍBV myndi fá tækifæri til að skora í lokasókninni. Annars gerðum við allt til að innbyrða stig.“ Lokasekúndurnar í leik ÍBV og Gróttu og hluta af viðtalinu við Arnar Daða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Farið verður yfir 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira