Ari Leifsson skoraði sjálfsmark og Molde fer í úrslit
Atli Arason skrifar
Ari Leifsson, leikmaður Strömsgodset.mynd/godset.no
Ari Leifsson, leikmaður Strømsgodset, kom inn á sem varamaður og spilaði í 14 mínútur í undanúrslitaleik Molde og Strømsgodset í norska bikarnum í dag. Ari skoraði þriðja og síðasta mark Molde í 3-0 tapi.
Öll þrjú mörk Molde komu í síðari hálfleik. Magnus Eikrem gerði tvö mörk á 58. og 78. mínútu áður en sjálfsmark Ara kom á 87. mínútu.
Ari og félagar eru því úr leik og Molde fer áfram í úrslitaleikinn þar sem liðið mætir annaðhvort Bodø/Glimt eða Viking.