Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður
Telma Lucinda Tómasson fréttaþulur fréttamaður Foto: Fréttaþulir kvöldfrétta

Í kvöldfréttum greinum við frá bjartsýni í ferðaþjónustinni. Bílaleigur hafa vart undan að fjölga í flota sínum og bókanir á hótelherberjum fyrir sumarið eru komnar upp í 70 prósent.

Þúsundir íbúa reyna nú að fllýja austurhluta Úkraínu þar sem rússar eru að safna saman miklu liði, vopnum og vistum og búist er við stórsókn þeirra á næstu dögum. Við fylgjum Óskari Hallgrímssyni íbúa í Kænugarði í bæinn Bocha þar sem Rússar myrtu, pyntuðu og nauðguðu hundruð óbreytta borgara á meðan á hernámi þeirra stóð.

Þess var krafist á Alþingi í dag að rússneskum sendiráðsmönnum í Reykjavík verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar það ekki en það myndi væntanlega þýða að loka þyrfti sendiráði Íslands í Moskvu.

Við heyrum einnig í nýjum oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík sem er í mikilli sókn í borginni samkvæmt nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofuna án þess að stefna flokksins í borginni hafi verið kynnt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×