Ákvörðunin „stór og rétt“ Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 20:32 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spyr hvers vegna stjórnvöld senda ekki sendiherra Rússa úr landi. Vísir/ArnarHalldórs Þingmaður Viðreisnar hvatti til þess á Alþingi í dag að starfsmenn rússneska sendiráðsins á Íslandi yrðu sendir úr landi. Utanríkisráðherra kveðst ekki útiloka slíkar ráðstafanir. Framferði Rússa í Bútsja hefur verið lýst sem hreinum og klárum stríðsglæpum og viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa ekki látið á sér standa. Ítalir, Danir, Svíar, Spánverjar og Slóvenar, svo einhverjar Evrópuþjóðir séu nefndar, hafa vísað tugum rússneskra sendiráðsstarfsmanna úr landi á undanförnum dögum. Talsmenn Rússa hafa sagt þær ákvarðanir allar til marks um skammsýni, enda geri þær samskiptin bara erfiðari. Utanríkisráðherra segir að Íslendingar séu, í takt við aðrar þjóðir, komnir skrefinu nær því að senda starfsmenn Rússa úr landi. Það er vitað mál að starfsmenn rússneskra stjórnvalda eru iðnir við að afla upplýsinga um Íslendinga, sem svo gagnast Rússum. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað stíga skrefið enn þá. „Það er hreyfing á þessu að ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breytast,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þingmaður Viðreisnar vill að gengið sé lengra og spyr hvers vegna rússneska sendiherranum sé ekki vísað úr landi. „Já, það gæti þýtt að diplómatar Íslands í Rússlandi verði þá líka reknir heim. En forseti, það er í samhengi hlutanna þolanlegt. Ég stend ekki hér og tala fyrir því að senda starfsmenn rússneska sendiráðsins úr landi vegna þess að ég skilji ekki að það er stór ákvörðun. Ég geri það einmitt vegna þess að ég skil hversu stór sú ákvörðun er. Hún stór og hún er rétt,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Utanríkismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Framferði Rússa í Bútsja hefur verið lýst sem hreinum og klárum stríðsglæpum og viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa ekki látið á sér standa. Ítalir, Danir, Svíar, Spánverjar og Slóvenar, svo einhverjar Evrópuþjóðir séu nefndar, hafa vísað tugum rússneskra sendiráðsstarfsmanna úr landi á undanförnum dögum. Talsmenn Rússa hafa sagt þær ákvarðanir allar til marks um skammsýni, enda geri þær samskiptin bara erfiðari. Utanríkisráðherra segir að Íslendingar séu, í takt við aðrar þjóðir, komnir skrefinu nær því að senda starfsmenn Rússa úr landi. Það er vitað mál að starfsmenn rússneskra stjórnvalda eru iðnir við að afla upplýsinga um Íslendinga, sem svo gagnast Rússum. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað stíga skrefið enn þá. „Það er hreyfing á þessu að ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breytast,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þingmaður Viðreisnar vill að gengið sé lengra og spyr hvers vegna rússneska sendiherranum sé ekki vísað úr landi. „Já, það gæti þýtt að diplómatar Íslands í Rússlandi verði þá líka reknir heim. En forseti, það er í samhengi hlutanna þolanlegt. Ég stend ekki hér og tala fyrir því að senda starfsmenn rússneska sendiráðsins úr landi vegna þess að ég skilji ekki að það er stór ákvörðun. Ég geri það einmitt vegna þess að ég skil hversu stór sú ákvörðun er. Hún stór og hún er rétt,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Utanríkismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55