Tætti í sig golfvöll Álftnesinga á beltagröfu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 12:07 Á vinstri myndinni má sjá beltagröfuna á golfvellinum. Á þeirri hægri eru dæmi um ummerki. Golfklúbbur Álftaness Kylfingar á Álftanesi og nágrenni supu væntanlega margir hveljur í gær þegar þeir áttuðu sig á því að verktaki á beltagröfu væri búinn að tæta í sig golfvöllinn í plássinu. Formaður golfklúbbsins segir meðlimi þurfa að gera upp við sig hvort þeir greiði árgjaldið enda skemmdirnar á vellinum miklar. Björn Halldórsson, formaður klúbbsins, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Verktaki hafi ekið inn á völlinn á beltagröfu til að moka prufuholur vegna framkvæmda sem séu fyrirhugaðar á svæðinu. „Þetta kom stjórn GÁ í opna skjöldu en með fljótum viðbrögðum stjórnarmanna náðist að stöðva þessa framkvæmd. Við náðum því miður ekki að stöðva þetta nógu snemma því eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafði verktakinn valdið miklum skemmdum á vellinum. Helst er að nefna flatirnar á 2, 3 og fjórðu. Hann ók þvert yfir þær. Einnig var ekið niður 4 braut og sporin í viðkvæmum vellinum eru mjög djúp,“ segir Björn. Beltagrafan á golfvellinum á Álftanesi.Golfklúbbur Álftaness Björn segist hafa rætt við sveitarfélagið Garðabæ, sem Álftanes sameinaðist fyrr á öldinni, og farið fram á að bærinn lagi skemmdirnar um leið og hægt verði að fara með vélar inn á völlinn. „Þrátt fyrir það verður öllum að vera ljóst að opnun vallarins verður ekki eins falleg og við vonuðumst eftir.“ Dæmi um skemmdir á vellinum. Ekki hafi fengist neinar aðrar skýringar hjá Garðabæ en að samskiptaleysi hafi verið á milli starfsmanna Garðabæjar. „Verið er að senda út greiðsluseðla fyrir árið 2022 þessa dagana og verður fólk að meta það sjálft hvort það hafi þolinmæði í að spila völlinn í þessu ástandi en stjórn GÁ mun reyna allt til þess að raskið verði sem minnst.“ Uppfært klukkan 15:22 Björn Halldórsson, formaður Golfklúbbs Álftaness, áréttar við fréttastofu að hann hafi farið fram á að Garðabær lagi skemmdirnar en ekki krafist þess eins og eftir honum var haft í fyrri útgáfu. Þá telur hann málið ekki eiga erindi í fjölmiðla. Garðabær Golf Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósenta aukning á sölu grænlenska fánans Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Björn Halldórsson, formaður klúbbsins, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Verktaki hafi ekið inn á völlinn á beltagröfu til að moka prufuholur vegna framkvæmda sem séu fyrirhugaðar á svæðinu. „Þetta kom stjórn GÁ í opna skjöldu en með fljótum viðbrögðum stjórnarmanna náðist að stöðva þessa framkvæmd. Við náðum því miður ekki að stöðva þetta nógu snemma því eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafði verktakinn valdið miklum skemmdum á vellinum. Helst er að nefna flatirnar á 2, 3 og fjórðu. Hann ók þvert yfir þær. Einnig var ekið niður 4 braut og sporin í viðkvæmum vellinum eru mjög djúp,“ segir Björn. Beltagrafan á golfvellinum á Álftanesi.Golfklúbbur Álftaness Björn segist hafa rætt við sveitarfélagið Garðabæ, sem Álftanes sameinaðist fyrr á öldinni, og farið fram á að bærinn lagi skemmdirnar um leið og hægt verði að fara með vélar inn á völlinn. „Þrátt fyrir það verður öllum að vera ljóst að opnun vallarins verður ekki eins falleg og við vonuðumst eftir.“ Dæmi um skemmdir á vellinum. Ekki hafi fengist neinar aðrar skýringar hjá Garðabæ en að samskiptaleysi hafi verið á milli starfsmanna Garðabæjar. „Verið er að senda út greiðsluseðla fyrir árið 2022 þessa dagana og verður fólk að meta það sjálft hvort það hafi þolinmæði í að spila völlinn í þessu ástandi en stjórn GÁ mun reyna allt til þess að raskið verði sem minnst.“ Uppfært klukkan 15:22 Björn Halldórsson, formaður Golfklúbbs Álftaness, áréttar við fréttastofu að hann hafi farið fram á að Garðabær lagi skemmdirnar en ekki krafist þess eins og eftir honum var haft í fyrri útgáfu. Þá telur hann málið ekki eiga erindi í fjölmiðla.
Garðabær Golf Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósenta aukning á sölu grænlenska fánans Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira