Tætti í sig golfvöll Álftnesinga á beltagröfu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 12:07 Á vinstri myndinni má sjá beltagröfuna á golfvellinum. Á þeirri hægri eru dæmi um ummerki. Golfklúbbur Álftaness Kylfingar á Álftanesi og nágrenni supu væntanlega margir hveljur í gær þegar þeir áttuðu sig á því að verktaki á beltagröfu væri búinn að tæta í sig golfvöllinn í plássinu. Formaður golfklúbbsins segir meðlimi þurfa að gera upp við sig hvort þeir greiði árgjaldið enda skemmdirnar á vellinum miklar. Björn Halldórsson, formaður klúbbsins, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Verktaki hafi ekið inn á völlinn á beltagröfu til að moka prufuholur vegna framkvæmda sem séu fyrirhugaðar á svæðinu. „Þetta kom stjórn GÁ í opna skjöldu en með fljótum viðbrögðum stjórnarmanna náðist að stöðva þessa framkvæmd. Við náðum því miður ekki að stöðva þetta nógu snemma því eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafði verktakinn valdið miklum skemmdum á vellinum. Helst er að nefna flatirnar á 2, 3 og fjórðu. Hann ók þvert yfir þær. Einnig var ekið niður 4 braut og sporin í viðkvæmum vellinum eru mjög djúp,“ segir Björn. Beltagrafan á golfvellinum á Álftanesi.Golfklúbbur Álftaness Björn segist hafa rætt við sveitarfélagið Garðabæ, sem Álftanes sameinaðist fyrr á öldinni, og farið fram á að bærinn lagi skemmdirnar um leið og hægt verði að fara með vélar inn á völlinn. „Þrátt fyrir það verður öllum að vera ljóst að opnun vallarins verður ekki eins falleg og við vonuðumst eftir.“ Dæmi um skemmdir á vellinum. Ekki hafi fengist neinar aðrar skýringar hjá Garðabæ en að samskiptaleysi hafi verið á milli starfsmanna Garðabæjar. „Verið er að senda út greiðsluseðla fyrir árið 2022 þessa dagana og verður fólk að meta það sjálft hvort það hafi þolinmæði í að spila völlinn í þessu ástandi en stjórn GÁ mun reyna allt til þess að raskið verði sem minnst.“ Uppfært klukkan 15:22 Björn Halldórsson, formaður Golfklúbbs Álftaness, áréttar við fréttastofu að hann hafi farið fram á að Garðabær lagi skemmdirnar en ekki krafist þess eins og eftir honum var haft í fyrri útgáfu. Þá telur hann málið ekki eiga erindi í fjölmiðla. Garðabær Golf Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Björn Halldórsson, formaður klúbbsins, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook. Verktaki hafi ekið inn á völlinn á beltagröfu til að moka prufuholur vegna framkvæmda sem séu fyrirhugaðar á svæðinu. „Þetta kom stjórn GÁ í opna skjöldu en með fljótum viðbrögðum stjórnarmanna náðist að stöðva þessa framkvæmd. Við náðum því miður ekki að stöðva þetta nógu snemma því eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá hafði verktakinn valdið miklum skemmdum á vellinum. Helst er að nefna flatirnar á 2, 3 og fjórðu. Hann ók þvert yfir þær. Einnig var ekið niður 4 braut og sporin í viðkvæmum vellinum eru mjög djúp,“ segir Björn. Beltagrafan á golfvellinum á Álftanesi.Golfklúbbur Álftaness Björn segist hafa rætt við sveitarfélagið Garðabæ, sem Álftanes sameinaðist fyrr á öldinni, og farið fram á að bærinn lagi skemmdirnar um leið og hægt verði að fara með vélar inn á völlinn. „Þrátt fyrir það verður öllum að vera ljóst að opnun vallarins verður ekki eins falleg og við vonuðumst eftir.“ Dæmi um skemmdir á vellinum. Ekki hafi fengist neinar aðrar skýringar hjá Garðabæ en að samskiptaleysi hafi verið á milli starfsmanna Garðabæjar. „Verið er að senda út greiðsluseðla fyrir árið 2022 þessa dagana og verður fólk að meta það sjálft hvort það hafi þolinmæði í að spila völlinn í þessu ástandi en stjórn GÁ mun reyna allt til þess að raskið verði sem minnst.“ Uppfært klukkan 15:22 Björn Halldórsson, formaður Golfklúbbs Álftaness, áréttar við fréttastofu að hann hafi farið fram á að Garðabær lagi skemmdirnar en ekki krafist þess eins og eftir honum var haft í fyrri útgáfu. Þá telur hann málið ekki eiga erindi í fjölmiðla.
Garðabær Golf Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira