Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 5. apríl 2022 15:01 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að sá sem geri ekki mistök sé ekki mannlegur. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir orð formannsins vera óásættanleg og hann vonist til að heyra ekki slík ummæli aftur. Aðspurður um það hvað Ásmundi finnist um ummælin segir hann Sigurð Inga hafa svarað fyrir þau í yfirlýsingu sinni í gær. „Öll erum við mannleg og hann viðurkennir það þarna og það tek ég gott og gilt og okkur þingflokkur. Hann á minn stuðning og traust 100 prósent,“ sagði Ásmundur Einar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Hann hefur bara gert grein fyrir þessu á mannlegan hátt og sagt að honum hafi þarna orðið á mistök og sá sem ekki gerir mistök hann er ekki mannlegur.“ Sumir hafa rifjað upp kosningabaráttu Framsóknar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2014 í tengslum við málið þar sem oddvitinn Sveinbjörg Birna Sveinbjarnardóttir var sökuð um að hafa viðhaft rasískan málflutning. Það hefur verið tengt við þetta og þessi ummæli eru rasísk í eðli sínu, er Framsóknarflokkurinn rasískur flokkur? „Alls ekki, síður en svo. Framsóknarflokkurinn er opinn , lýðræðislegur og frjáls flokkur á miðjunni, það höfum við sýnt og það erum við, og Sigurður Ingi er það líka,“ segir Ásmundur Einar. Aðspurður um það hvort hann viti hver ummælin voru sem Sigurður Ingi lét falla á Búnaðarþinginu fyrir helgi sagðist Ásmundur Einar ekki hafa verið á staðnum. Innviðaráðherra hefur ekki viljað upplýsa um orðalagið en samkvæmt heimildum Vísis heyrðu vitni hann segja „Á að lyfta þeirri svörtu?“ þegar sú hugmynd kom upp að halda á Vigdísi í myndatöku en hún var ættleidd frá Indónesíu. Veki fólk til umhugsunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra vonast til þess að málið muni vekja fólk til umhugsunar. „Ég segi bara að svona ummæli eru óásættanleg, alveg sama hvort að þau koma frá ráðherra, þingmanni eða einhverjum öðrum en ábyrgðin að mínu viti er enn þá meiri þegar þú gegnir áhrifastöðu í samfélaginu.“ „Ég vonast til þess að þetta mál muni fá okkur til þess að hugsa meira um það hvernig samfélagið okkar er, hvernig fólk lítur á innflytjendur, fólk sem er af erlendu bergi brotið. Vegna þess að það fólk á að vera mjög velkomið í okkar samfélagi, það er það sem við erum að reyna að gera í gegnum það taka á móti fólki sem er á flótta, fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd. Þetta á ekki að skipta máli, ekki frekar en hvaða kynhneigð fólk hefur og svo framvegis,“ sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Það hefur verið kallað eftir afsögn ráðherra. Ef að afleiðingarnar eru engar af því að viðhafa svona ummæli, hver eru þá skilaboðin út í samfélagið? „Skilaboð mín eru þau að mér finnst þetta óásættanleg ummæli og ég vonast til þess að þetta verði allavegana til þess að við sem samfélag tökum ekki þátt í því að láta svona út úr okkur. Það finnst mér mikilvægt og ég vonast bara til þess að ráðherrann líti þessu sömu augum og ég geri.“ Aðspurður um það hvort honum finnist að Sigurður Ingi eigi að segja af sér vegna málsins sagði Guðmundur Ingi að ráðherrann verði að finna það hjá sjálfum sér. Þannig að þú treystir honum áfram til stjórnarsetu? „Ég treysti honum til að vinna það verkefni sem hann hefur verið að vinna, já ég geri það. Ég vonast líka til þess að heyra ekki svona ummæli aftur, það finnst mér mikilvægt og við þurfum sem samfélag að horfa til þessara mála. Við þurfum að horfa á málefni innflytjenda, þeirra hópa sem að á einhvern hátt skera sig úr í samfélaginu, hvort sem það er vegna húðlitar, kynhneigðar, fötlunar og svo framvegis, þetta á ekki að skipta máli. Og það er mergurinn málsins og ég vonast til þess að við öll og ekki síst þau sem bera ábyrgð í íslensku samfélagi virði það að þetta fólk er líka fólk og fólk sem að á að njóta sömu virðingar og réttinda og öll hin,“ segir Guðmundur Ingi. Dómgreindarbrestur sem muni ekki hafa áhrif á samskipti ráðherranna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir það skipta máli að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar á orðum sínum. Hvað finnst þér um þessi ummæli? „Jah, hvað á maður að segja. Það er miður að þau hafi verið viðhöfð og ég sé ekki betur en að hann sé miður sín yfir því líka og hefur beðist afsökunar og fyrirgefningar á því að hafa viðhaft þau og mér finnst það skipta máli.“ Rýrir þetta traust þitt í hans garð? „Við erum fínir samstarfsfélagar við Sigurður Ingi og verðum það áfram eftir dómgreindarbrest sem þennan. Okkur verður öllum á og ég er ekkert að afsaka það, en hann hefur sjálfur stigið fram og beðist afsökunar og að því leytinu til lengri tíma held ég að þetta hafi engin áhrif á samstarf okkar Sigurðar Inga,“ sagði Þórdís Kolbrún. Atvikið muni engu breyta í samskiptum þeirra og samstarfi. Öllum verði á og hann hafi beðist afsökunar á sínum gjörðum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir orð formannsins vera óásættanleg og hann vonist til að heyra ekki slík ummæli aftur. Aðspurður um það hvað Ásmundi finnist um ummælin segir hann Sigurð Inga hafa svarað fyrir þau í yfirlýsingu sinni í gær. „Öll erum við mannleg og hann viðurkennir það þarna og það tek ég gott og gilt og okkur þingflokkur. Hann á minn stuðning og traust 100 prósent,“ sagði Ásmundur Einar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Hann hefur bara gert grein fyrir þessu á mannlegan hátt og sagt að honum hafi þarna orðið á mistök og sá sem ekki gerir mistök hann er ekki mannlegur.“ Sumir hafa rifjað upp kosningabaráttu Framsóknar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2014 í tengslum við málið þar sem oddvitinn Sveinbjörg Birna Sveinbjarnardóttir var sökuð um að hafa viðhaft rasískan málflutning. Það hefur verið tengt við þetta og þessi ummæli eru rasísk í eðli sínu, er Framsóknarflokkurinn rasískur flokkur? „Alls ekki, síður en svo. Framsóknarflokkurinn er opinn , lýðræðislegur og frjáls flokkur á miðjunni, það höfum við sýnt og það erum við, og Sigurður Ingi er það líka,“ segir Ásmundur Einar. Aðspurður um það hvort hann viti hver ummælin voru sem Sigurður Ingi lét falla á Búnaðarþinginu fyrir helgi sagðist Ásmundur Einar ekki hafa verið á staðnum. Innviðaráðherra hefur ekki viljað upplýsa um orðalagið en samkvæmt heimildum Vísis heyrðu vitni hann segja „Á að lyfta þeirri svörtu?“ þegar sú hugmynd kom upp að halda á Vigdísi í myndatöku en hún var ættleidd frá Indónesíu. Veki fólk til umhugsunar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra vonast til þess að málið muni vekja fólk til umhugsunar. „Ég segi bara að svona ummæli eru óásættanleg, alveg sama hvort að þau koma frá ráðherra, þingmanni eða einhverjum öðrum en ábyrgðin að mínu viti er enn þá meiri þegar þú gegnir áhrifastöðu í samfélaginu.“ „Ég vonast til þess að þetta mál muni fá okkur til þess að hugsa meira um það hvernig samfélagið okkar er, hvernig fólk lítur á innflytjendur, fólk sem er af erlendu bergi brotið. Vegna þess að það fólk á að vera mjög velkomið í okkar samfélagi, það er það sem við erum að reyna að gera í gegnum það taka á móti fólki sem er á flótta, fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd. Þetta á ekki að skipta máli, ekki frekar en hvaða kynhneigð fólk hefur og svo framvegis,“ sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Það hefur verið kallað eftir afsögn ráðherra. Ef að afleiðingarnar eru engar af því að viðhafa svona ummæli, hver eru þá skilaboðin út í samfélagið? „Skilaboð mín eru þau að mér finnst þetta óásættanleg ummæli og ég vonast til þess að þetta verði allavegana til þess að við sem samfélag tökum ekki þátt í því að láta svona út úr okkur. Það finnst mér mikilvægt og ég vonast bara til þess að ráðherrann líti þessu sömu augum og ég geri.“ Aðspurður um það hvort honum finnist að Sigurður Ingi eigi að segja af sér vegna málsins sagði Guðmundur Ingi að ráðherrann verði að finna það hjá sjálfum sér. Þannig að þú treystir honum áfram til stjórnarsetu? „Ég treysti honum til að vinna það verkefni sem hann hefur verið að vinna, já ég geri það. Ég vonast líka til þess að heyra ekki svona ummæli aftur, það finnst mér mikilvægt og við þurfum sem samfélag að horfa til þessara mála. Við þurfum að horfa á málefni innflytjenda, þeirra hópa sem að á einhvern hátt skera sig úr í samfélaginu, hvort sem það er vegna húðlitar, kynhneigðar, fötlunar og svo framvegis, þetta á ekki að skipta máli. Og það er mergurinn málsins og ég vonast til þess að við öll og ekki síst þau sem bera ábyrgð í íslensku samfélagi virði það að þetta fólk er líka fólk og fólk sem að á að njóta sömu virðingar og réttinda og öll hin,“ segir Guðmundur Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23 Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36
Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23
Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38
Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55