Abidal grunaður um vera með illa fengna lifur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2022 11:30 Ekki er vitað úr hverjum lifrin í Eric Abidal er. Hún er allavega ekki úr frænda hans eins og haldið var. getty/Xavier B Spænska lögreglan grunar Eric Abidal, fyrrverandi leikmann og íþróttastjóra Barcelona, um að hafa fengið nýja lifur með ólögmætum hætti. Abidal greindist með krabbamein í lifur í mars 2011. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð og fékk nýja lifur grædda í sig. Líffæragjafinn var frændi hans, Gerard Armand. Eða svo var haldið. El Confidencial á Spáni greinir frá því að lifrin hafi ekkert verið úr frændanum og Abidal sé grunaður um að hafa fengið lifrina með ólögmætum hætti. Eftir að Abidal lagði skóna á hilluna 2014 var málið tekið til rannsóknar. Henni lauk hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. En eftir að símtöl Abidals voru hleruð og niðurstöður úr eiturefnagreiningu voru opinberaðar var málið tekið upp að nýju. Sandro Rossell, fyrrverandi forseti Barcelona, er einnig tengdur inn í málið en lögreglan á að hafa fundið símtöl þar sem hann talaði um að kaupa ólöglega lifur fyrir Abidal. Ýmislegt hefur gengið á hjá Abidal á undanförnum mánuðum. Hann tengdist árásinni á Kheiru Hamraoui, leikmann Paris Saint-Germain, í nóvember á síðasta ári. Talið var að eiginkona Abidals, Hayet, hefði skipulagt árásina á Hamraoui vegna meint framhjáhalds þeirra. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var seinna íþróttastjóri félagsins um tveggja ára skeið, meðal annars þegar Hamraoui samdi við Barcelona. Abidal var úr því starfi eftir að Barcelona tapaði 8-2 fyrir Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sumarið 2020. Spænski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira
Abidal greindist með krabbamein í lifur í mars 2011. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð og fékk nýja lifur grædda í sig. Líffæragjafinn var frændi hans, Gerard Armand. Eða svo var haldið. El Confidencial á Spáni greinir frá því að lifrin hafi ekkert verið úr frændanum og Abidal sé grunaður um að hafa fengið lifrina með ólögmætum hætti. Eftir að Abidal lagði skóna á hilluna 2014 var málið tekið til rannsóknar. Henni lauk hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. En eftir að símtöl Abidals voru hleruð og niðurstöður úr eiturefnagreiningu voru opinberaðar var málið tekið upp að nýju. Sandro Rossell, fyrrverandi forseti Barcelona, er einnig tengdur inn í málið en lögreglan á að hafa fundið símtöl þar sem hann talaði um að kaupa ólöglega lifur fyrir Abidal. Ýmislegt hefur gengið á hjá Abidal á undanförnum mánuðum. Hann tengdist árásinni á Kheiru Hamraoui, leikmann Paris Saint-Germain, í nóvember á síðasta ári. Talið var að eiginkona Abidals, Hayet, hefði skipulagt árásina á Hamraoui vegna meint framhjáhalds þeirra. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var seinna íþróttastjóri félagsins um tveggja ára skeið, meðal annars þegar Hamraoui samdi við Barcelona. Abidal var úr því starfi eftir að Barcelona tapaði 8-2 fyrir Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu sumarið 2020.
Spænski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira