Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fjölnir - Njarðvík 69-62 | Sanngjarn sigur: 30-3 áhlaup gerði í raun útum leikinn Siggeir F. Ævarsson skrifar 4. apríl 2022 20:00 Úr leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Deildarmeistarar Fjölnis hófu úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta á sjö stiga sigri á Njarðvík er liðin mættust í Dalhúsum í kvöld, lokatölur 69-62. Frábær kafli Fjölnis snemma leiks lagði grunninn að sigri kvöldsins. Úrslitakeppni Subway-deildar kvenna rúllaði af stað í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld, þar sem deildarmeistarar Fjölnis tóku á móti nýliðum Njarðvíkur. Þrátt fyrir að hér væru að mætast liðin í efsta og fjórða sæti var ekkert hægt að gefa sér fyrirfram um úrslit leiksins, enda deildin afar jöfn í vetur og raunar munaði aðeins 2 sigrum á þessum liðum. Þá höfðu Njarðvík slegið Fjölni útúr bikarnum og haft betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Fyrirfram mátti því reikna með hörkuleik í kvöld. Það var hart barist.Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar hófu leikinn af miklum krafti en fyrstu fimm körfur þeirra komu allar fyrir utan þriggjastiga línuna, Kamilla Sól Viktorsdóttir með þrjár þeirra í fjórum skotum. Fjölniskonur létu það þó ekki slá sig útaf laginu og Aliyah kom þeim yfir, 18-15, þegar 2:20 lifðu 1. leikhluta. Aliyah lét ekki þar við sitja, en hún skoraði 8 síðustu stig Fjölnis í leikhlutanum, staðan 26-15, en þristarnir fimm í upphafi reyndust einu stig gestanna í leikhlutanum. Báðum liðum gekk illa að skora í 2. leikhluta, en eftir rúmlega fimm mínútna leik var staðan í leikhlutanum aðeins 6-0 fyrir Fjölni, og þær þá búnar að taka 30-3 áhlaup á gestina frá því að staðan var 2-12. Brekkan að verða ansi brött fyrir Njarðvík á þessum tímapunkti og lítið að ganga upp sóknarmegin. En þá loksins rönkuðu gestirnir aðeins við sér og settu nokkur stig á töfluna. Njarðvík vann 2. leikhluta með 2 stigum og staðan í hálfleik 36-27. Hjá Njarðvík var Kamilla stigahæst í hálfleik með 12 stig, allt úr þristum, en hjá heimakonum var það Aliyah sem var lang atkvæðamest með 17 stig. Njarðvíkingar héldu áfram að að saxa á forskot Fjölnis í þriðja leikhluta og löguðu stöðuna í 41-37. Munaði þar mestu að útlendingatríóið þeirra fór að láta til sín taka eftir að hafa haft hægt um sig í fyrri hálfleik. Fjölniskonur voru þó ekkert á því að láta valta yfir sig og Iva Bosnjak smellti tveimur þristum í röð undir lok leikhlutans og kom muninum aftur upp í 10 stig. Staðan 53-43 fyrir lokaátökin og Fjölnir með ágætis tök á leiknum. Njarðvík náðu muninum niður í 5 stig en þá henti áðurnefnd Iva Bosnjak í þrist lengst fyrir utan. Það vantaði ekki baráttuandann hjá Njarðvíkingum en sóknarleikur heimakvenna var einfaldlega töluvert markvissari á lokamínútunum og sigurinn aldrei í raunverulegri hættu það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 69-62 í leik þar sem varnarleikurinn skipaði stóran sess. Fjölnisbekkurinn fagnar.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Fjölnir? 30-3 áhlaupið gerði allar vonir Njarðvíkur um sigur hér í kvöld afar litlar. Fjölnir lokuðu vel á erlendu leikmenn Njarðvíkur sem voru allar langt frá sínu besta í kvöld. Hvað gekk illa? Skotnýtingin hjá Njarðvík var afleit og Aliyah A'taeya Collier, sem hefur verið að skora tæp 24 stig í leik í vetur setti aðeins 14 og var með 23% skotnýtingu. Hverjar stóðu uppúr? Aliyah Daija Mazyck leiddi stigaskorið hjá heimakonum í kvöld með 26 stig, bætti við 14 fráköstum og 9 stoðsendingum, einni frá þrefaldri tvennu. Hjá Njarðvík lét Kamilla Sól Viktorsdóttir þristunum rigna á tímabili, setti 5 slíka og endaði með 16 stig, stigahæst gestanna. Aliyah Daija Mazyck rífur niður eitt af 14 fráköstum sínum í kvöld.Vísir/Vilhelm Hvað gerist næst? Fjölnir hefur tekið forystu í einvíginu 1-0, en það þarf að vinna þrjá leiki til að komast áfram. Næsti leikur verður í Njarðvík á fimmtudaginn, þar sem Fjölniskonur verða væntanlega án Aliyah Daija Mazyck sem verður í leikbanni ef þekking mín á regluverki KKÍ svíkur mig ekki. Allt sem við lögðum upp með virkaði bara rosalega vel Halldór Karl, þjálfari Fjölnis.Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum sáttur í leikslok, en hann sagði að það hefði fyrst og fremst verið góður varnarleikur sem skóp þennan sigur í kvöld. „Já flottur sigur. Við skópum hann mikið þarna í byrjun. Vorum bara meira tilbúnar, ætluðum að verja heimavöllinn og það hafðist. Ég er virkilega ánægður með hvernig varnarleikurinn var hjá okkur, allt sem við lögðum upp með virkaði bara rosalega vel, „game-planið“ virkaði.“ Halldór vildi ekki gera of mikið úr 30-3 áhlaupi síns liðs og talaði áfram um hversu góður varnarleikurinn hefði verið. Stoppin hefðu gefið þeim körfurnar hinumegin á vellinum. „Við getum alveg skorað, en ég held að þetta sé bara með okkar verri sóknarleikjum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Sanja er búin að vera mjög veik og það sást alveg í dag að hún var ekki í sínum takti. Virkilega sterkt fyrir okkur að vinna með hana nánast úti þó hún hafi stigið upp hér í lokin. Við eigum hana algerlega inni, sérstaklega sóknarlega, þetta er einn besti sóknarmaður deildarinnar. Jú jú, við tókum þennan 30-3 kafla, en ekki á mjög stuttum tíma, þetta var af því að við vorum að fá stoppin hinumegin og náðum aðeins að safna í púkkið sóknarlega á móti.“ Aliyah Daija Mazyck fékk útilokun undir lok leiks og verður væntanlega í banni í næsta leik. Mun það ekki hafa einhver áhrif á framhaldið? „Ég held að það séu allar líkur á því. Hún er búin að fá einn brottrekstur áður þannig að hún fær bara dýrkeypta hvíld. Ég hefði nú alveg verið til í að gefa henni frekar frí á æfingu á morgun frekar. En við erum með rosalega hæfileikaríkt lið og það er ekkert að fara að detta út varnarlega hjá okkur. Ef við getum haldið vörninni þéttri þá er ég með leikmenn sem geta skorað. Við erum með Sönju, Ivu og Dagný sem eru mjög erfiðar viðureignar og aðrar sem eru líka að leggja í púkkið. Það góða við þetta er líka að Njarðvík vita ekkert hvernig þær eiga að spila á móti okkur þegar við erum ekki með hana! Þannig að við komum bara með „the element of surprise“ og vinnum næsta leik líka, vonandi.“ Þegar við náum að taka eitthvað svona stórt úr þeirra leik þá auðvitað skiptir það gríðarlega miklu máli Dagný Lísa í háloftabaráttu.Vísir/Vilhelm Dagný Lísa Davíðsdóttir leikmaður sat fyrir svörum eftir leik. Við spurðum hana hvað það hefði verið sem hefði skapað þennan sigur fyrir þær hér í kvöld: „Aðallega að við héldum áfram að gera það sem við lögðum upp með og vorum ekkert að breyta til eða panika þegar þær voru að hitta og fá einhver „run“. Við fengum líka okkar „run“ á köflum. Þannig að með því að halda áfram að gera það sem við lögðum upp með og panika ekki gekk þetta upp.“ Halldór Karl þjálfari Fjölnis nefndi varnarleikinn sérstaklega sem lykilinn að þessu sigri. Gat Dagný tekið undir þá greiningu? Dagný Lísa á fleygiferð.Vísir/Vilhelm „Já algjörlega. Leikirnir á móti þeim hafa verið mjög hraðir í vetur og hafa verið mjög háir í stigaskori en í kvöld bæði lið að skora innan við 70 stig. Við náum að hitta Aliyah í einhverjum 25% og það var algjör lykill fyrir okkur. Hún hefur verið að skora 40 stig á móti okkur í allan vetur. Hún var að vísu með yfir 20 fráköst en á sama tíma þegar við náum að taka eitthvað svona stórt úr þeirra leik þá auðvitað skiptir það gríðarlega miklu máli og svo eru bara litlu hlutirnir sem byggja ofan á þetta. Lavína með hvað, 12 stig [10, innsk. blm], hún hefur verið að skora 20 stig á móti okkur líka. Þannig að þetta var bara algjörlega vörnin og ekkert annað.“ Það var augsýnilega hart tekist á í leiknum í kvöld en Dagný var með stórt klórfar á öxlinni í viðtalinu. Er þessi harka og barátta það sem koma skal í þessu einvígi? „Já ég held það. Ég veit ekki hvort þetta heiti rígur eða eitthvað annað en við berjumst alltaf rosa mikið á móti þeim og þær berjast rosa mikið. En það er auðvitað bara gaman og þetta eru allt hörku leikir á móti þeim hvernig sem stigaskorið er. Það er alltaf allir að berjast og leggja allt í sölurnar. Þetta verða vonandi ekki blóðugir leikir en það er alltaf gaman þegar það er hart barist. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Fjölnir UMF Njarðvík
Deildarmeistarar Fjölnis hófu úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta á sjö stiga sigri á Njarðvík er liðin mættust í Dalhúsum í kvöld, lokatölur 69-62. Frábær kafli Fjölnis snemma leiks lagði grunninn að sigri kvöldsins. Úrslitakeppni Subway-deildar kvenna rúllaði af stað í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld, þar sem deildarmeistarar Fjölnis tóku á móti nýliðum Njarðvíkur. Þrátt fyrir að hér væru að mætast liðin í efsta og fjórða sæti var ekkert hægt að gefa sér fyrirfram um úrslit leiksins, enda deildin afar jöfn í vetur og raunar munaði aðeins 2 sigrum á þessum liðum. Þá höfðu Njarðvík slegið Fjölni útúr bikarnum og haft betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Fyrirfram mátti því reikna með hörkuleik í kvöld. Það var hart barist.Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar hófu leikinn af miklum krafti en fyrstu fimm körfur þeirra komu allar fyrir utan þriggjastiga línuna, Kamilla Sól Viktorsdóttir með þrjár þeirra í fjórum skotum. Fjölniskonur létu það þó ekki slá sig útaf laginu og Aliyah kom þeim yfir, 18-15, þegar 2:20 lifðu 1. leikhluta. Aliyah lét ekki þar við sitja, en hún skoraði 8 síðustu stig Fjölnis í leikhlutanum, staðan 26-15, en þristarnir fimm í upphafi reyndust einu stig gestanna í leikhlutanum. Báðum liðum gekk illa að skora í 2. leikhluta, en eftir rúmlega fimm mínútna leik var staðan í leikhlutanum aðeins 6-0 fyrir Fjölni, og þær þá búnar að taka 30-3 áhlaup á gestina frá því að staðan var 2-12. Brekkan að verða ansi brött fyrir Njarðvík á þessum tímapunkti og lítið að ganga upp sóknarmegin. En þá loksins rönkuðu gestirnir aðeins við sér og settu nokkur stig á töfluna. Njarðvík vann 2. leikhluta með 2 stigum og staðan í hálfleik 36-27. Hjá Njarðvík var Kamilla stigahæst í hálfleik með 12 stig, allt úr þristum, en hjá heimakonum var það Aliyah sem var lang atkvæðamest með 17 stig. Njarðvíkingar héldu áfram að að saxa á forskot Fjölnis í þriðja leikhluta og löguðu stöðuna í 41-37. Munaði þar mestu að útlendingatríóið þeirra fór að láta til sín taka eftir að hafa haft hægt um sig í fyrri hálfleik. Fjölniskonur voru þó ekkert á því að láta valta yfir sig og Iva Bosnjak smellti tveimur þristum í röð undir lok leikhlutans og kom muninum aftur upp í 10 stig. Staðan 53-43 fyrir lokaátökin og Fjölnir með ágætis tök á leiknum. Njarðvík náðu muninum niður í 5 stig en þá henti áðurnefnd Iva Bosnjak í þrist lengst fyrir utan. Það vantaði ekki baráttuandann hjá Njarðvíkingum en sóknarleikur heimakvenna var einfaldlega töluvert markvissari á lokamínútunum og sigurinn aldrei í raunverulegri hættu það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 69-62 í leik þar sem varnarleikurinn skipaði stóran sess. Fjölnisbekkurinn fagnar.Vísir/Vilhelm Af hverju vann Fjölnir? 30-3 áhlaupið gerði allar vonir Njarðvíkur um sigur hér í kvöld afar litlar. Fjölnir lokuðu vel á erlendu leikmenn Njarðvíkur sem voru allar langt frá sínu besta í kvöld. Hvað gekk illa? Skotnýtingin hjá Njarðvík var afleit og Aliyah A'taeya Collier, sem hefur verið að skora tæp 24 stig í leik í vetur setti aðeins 14 og var með 23% skotnýtingu. Hverjar stóðu uppúr? Aliyah Daija Mazyck leiddi stigaskorið hjá heimakonum í kvöld með 26 stig, bætti við 14 fráköstum og 9 stoðsendingum, einni frá þrefaldri tvennu. Hjá Njarðvík lét Kamilla Sól Viktorsdóttir þristunum rigna á tímabili, setti 5 slíka og endaði með 16 stig, stigahæst gestanna. Aliyah Daija Mazyck rífur niður eitt af 14 fráköstum sínum í kvöld.Vísir/Vilhelm Hvað gerist næst? Fjölnir hefur tekið forystu í einvíginu 1-0, en það þarf að vinna þrjá leiki til að komast áfram. Næsti leikur verður í Njarðvík á fimmtudaginn, þar sem Fjölniskonur verða væntanlega án Aliyah Daija Mazyck sem verður í leikbanni ef þekking mín á regluverki KKÍ svíkur mig ekki. Allt sem við lögðum upp með virkaði bara rosalega vel Halldór Karl, þjálfari Fjölnis.Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum sáttur í leikslok, en hann sagði að það hefði fyrst og fremst verið góður varnarleikur sem skóp þennan sigur í kvöld. „Já flottur sigur. Við skópum hann mikið þarna í byrjun. Vorum bara meira tilbúnar, ætluðum að verja heimavöllinn og það hafðist. Ég er virkilega ánægður með hvernig varnarleikurinn var hjá okkur, allt sem við lögðum upp með virkaði bara rosalega vel, „game-planið“ virkaði.“ Halldór vildi ekki gera of mikið úr 30-3 áhlaupi síns liðs og talaði áfram um hversu góður varnarleikurinn hefði verið. Stoppin hefðu gefið þeim körfurnar hinumegin á vellinum. „Við getum alveg skorað, en ég held að þetta sé bara með okkar verri sóknarleikjum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Sanja er búin að vera mjög veik og það sást alveg í dag að hún var ekki í sínum takti. Virkilega sterkt fyrir okkur að vinna með hana nánast úti þó hún hafi stigið upp hér í lokin. Við eigum hana algerlega inni, sérstaklega sóknarlega, þetta er einn besti sóknarmaður deildarinnar. Jú jú, við tókum þennan 30-3 kafla, en ekki á mjög stuttum tíma, þetta var af því að við vorum að fá stoppin hinumegin og náðum aðeins að safna í púkkið sóknarlega á móti.“ Aliyah Daija Mazyck fékk útilokun undir lok leiks og verður væntanlega í banni í næsta leik. Mun það ekki hafa einhver áhrif á framhaldið? „Ég held að það séu allar líkur á því. Hún er búin að fá einn brottrekstur áður þannig að hún fær bara dýrkeypta hvíld. Ég hefði nú alveg verið til í að gefa henni frekar frí á æfingu á morgun frekar. En við erum með rosalega hæfileikaríkt lið og það er ekkert að fara að detta út varnarlega hjá okkur. Ef við getum haldið vörninni þéttri þá er ég með leikmenn sem geta skorað. Við erum með Sönju, Ivu og Dagný sem eru mjög erfiðar viðureignar og aðrar sem eru líka að leggja í púkkið. Það góða við þetta er líka að Njarðvík vita ekkert hvernig þær eiga að spila á móti okkur þegar við erum ekki með hana! Þannig að við komum bara með „the element of surprise“ og vinnum næsta leik líka, vonandi.“ Þegar við náum að taka eitthvað svona stórt úr þeirra leik þá auðvitað skiptir það gríðarlega miklu máli Dagný Lísa í háloftabaráttu.Vísir/Vilhelm Dagný Lísa Davíðsdóttir leikmaður sat fyrir svörum eftir leik. Við spurðum hana hvað það hefði verið sem hefði skapað þennan sigur fyrir þær hér í kvöld: „Aðallega að við héldum áfram að gera það sem við lögðum upp með og vorum ekkert að breyta til eða panika þegar þær voru að hitta og fá einhver „run“. Við fengum líka okkar „run“ á köflum. Þannig að með því að halda áfram að gera það sem við lögðum upp með og panika ekki gekk þetta upp.“ Halldór Karl þjálfari Fjölnis nefndi varnarleikinn sérstaklega sem lykilinn að þessu sigri. Gat Dagný tekið undir þá greiningu? Dagný Lísa á fleygiferð.Vísir/Vilhelm „Já algjörlega. Leikirnir á móti þeim hafa verið mjög hraðir í vetur og hafa verið mjög háir í stigaskori en í kvöld bæði lið að skora innan við 70 stig. Við náum að hitta Aliyah í einhverjum 25% og það var algjör lykill fyrir okkur. Hún hefur verið að skora 40 stig á móti okkur í allan vetur. Hún var að vísu með yfir 20 fráköst en á sama tíma þegar við náum að taka eitthvað svona stórt úr þeirra leik þá auðvitað skiptir það gríðarlega miklu máli og svo eru bara litlu hlutirnir sem byggja ofan á þetta. Lavína með hvað, 12 stig [10, innsk. blm], hún hefur verið að skora 20 stig á móti okkur líka. Þannig að þetta var bara algjörlega vörnin og ekkert annað.“ Það var augsýnilega hart tekist á í leiknum í kvöld en Dagný var með stórt klórfar á öxlinni í viðtalinu. Er þessi harka og barátta það sem koma skal í þessu einvígi? „Já ég held það. Ég veit ekki hvort þetta heiti rígur eða eitthvað annað en við berjumst alltaf rosa mikið á móti þeim og þær berjast rosa mikið. En það er auðvitað bara gaman og þetta eru allt hörku leikir á móti þeim hvernig sem stigaskorið er. Það er alltaf allir að berjast og leggja allt í sölurnar. Þetta verða vonandi ekki blóðugir leikir en það er alltaf gaman þegar það er hart barist. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum