Van Gaal sagði frá því í sjónvarpsviðtali í Hollandi í gær að hann sé í meðferð vegna blöðruhálskrabbameins.
Van Gaal er sjötugur en hann ákvað að segja ekki leikmönnum sínum frá veikindum sínum í landsliðsglugganum sem lauk í síðustu viku.
Louis van Gaal reveals he has been receiving prostate cancer treatment https://t.co/fv1tebN6g4
— Guardian news (@guardiannews) April 3, 2022
„Ég sagði ekki leikmönnum mínum frá þessu af því að ég vildi ekki láta þetta trufla þá,“ sagði Louis van Gaal sem er að undirbúa hollenska landsliðið fyrir HM í Katar í nóvember.
Van Gaal er landsliðsþjálfari Hollendinga í þriðja skiptið en undir hans stjórn náði liðið meðal annars þriðja sætinu á HM 2014.
Everybody at Manchester United is fully behind our former manager, Louis van Gaal, in his battle against cancer.
— Manchester United (@ManUtd) April 3, 2022
Sending you strength and courage, Louis pic.twitter.com/axcB7mV5To
Hann segist hafa laumast á sjúkrahúsið í nóttinni í landsliðsglugganum til að koma í veg fyrir að leikmenn hans fréttu af veikindunum. „Ég hef gengið í gegnum ýmis veikindi á minni ævi meðal annars hjá eiginkonu minni. Það er bara hluti af lífinu,“ sagði Van Gaal.
Van Gaal var í tvö ár með lið Manchester United og gerði liðið að enskum bikarmeisturum árið 2016. Hann fékk þó ekki að halda áfram með liðið því United skipti honum út fyrir Jose Mourinho eftir það tímabil.
Van Gaal á að stýra Hollendingum á HM í Katar þar sem liðið lenti í riðli með Senegal, Ekvador og heimamönnum. Hann hefur gagnrýnt það harðlega að keppnin fari fram í Katar.