Valgeir og félagar í Häcken voru komnir í 2-0 forystu strax á 14. mínútu, en gestirnir í AIK minnkuðu muninn stuttu síðar og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Heimamenn í Häcken skoruðu svo tvö mörk snemma í síðari hálfleik áður en gestirnir komu inn einu sárabótamarki rúmum tíu mínútum fyrir leikslok og niðurstaðan varð því 4-2 sigur Valgeirs og félaga.
Hólmbert Aron lék fyrsta klukkutíman í 2-2 jafntefli Lilleström gegn Ham-Kam í norska boltanum. Ham-Kam náði 2-0 forystu í fyrri hálfleik, en gestirnir í Lilleström jöfnuðu metin með mörkum á 65. og 70. mínútu.
Að lokum lék Viðar Örn Kjartansson 65 mínútur í 1-0 tapi Vålerenga gegn Molde.