Strætó miður sín vegna Klapp-vandamála Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 20:30 Hafnað - Enginn gildur miði. Skjámynd sem hefur komið upp hjá allt of mörgum sem eru í raun með gildan miða vegna bilunar í Klapp-kerfinu. vísir Nýtt greiðslukerfi Strætó hefur farið brösuglega af stað og mörgum verið meinaður aðgangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betrumbótum strax í næstu viku. Þessi leiðinlegi rauði fýlukall, sem sést á skjánum í strætó á myndinni hér að ofan, hefur síðustu vikurnar hrellt marga farþega strætó sem reyna að greiða fyrir far sitt í gegn um nýja greiðslukerfið - Klapp. Kerfið var innleitt fyrir síðustu jól en hefur ekki farið alveg nógu vel af stað. „Nei, nei það er alveg rétt. Við höfum átt í ákveðnum erfiðleikum með þetta. Við getum sagt kannski bæði óvæntum og væntum vegna þess að þetta er gríðarlega mikil breyting,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes segir nýja uppfærslu á Klapp á leiðinni. Nú þegar sé búið að leysa stærstu vandamálin.Strætó Allt of mörg tilfelli þar sem fólki er ekki hleypt um borð Og viðskiptavinir hafa látið í sér heyra. Fjöldi fólks hefur kvartað yfir nýja kerfinu og gagnrýnt það á samfélagsmiðlum - gagnrýni sem Jóhannes segir að hafi náð eyrum Strætó. Klapp appið var ekki forritað, það var copy/paste-að upp úr dagbók Satans.Og af hverju er "Hvar er strætó" hætt að virka í gamla appinu?Vill @straetobs ég fái mér annan einkabíl?— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 16, 2022 „Já, já. Við höfum heyrt af fullt af óánægju og skiljum það bara mjög vel. Og erum svo sem bara miður okkar að þetta hafi ekki bara gengið svona einn, tveir og þrír. En þetta er svona það sem gerist kannski stundum í þessum stóru hugbúnaðarverkefnum og mjög flóknu,“ segir Jóhannes. Nokkur vandamál hafi komið upp eftir að kerfið var tekið í notkun. Sambandsleysi margra skanna í strætisvögnum varð til þess að stundum lásu þeir ekki farmiðann. Samvkæmt upplýsingum frá strætó voru tilfellin allt frá örfáum til um tuttugu á dag á tímabili þar sem skannarnir lásu ekki kort fólks, sem áttu þó að vera góð og gild. Jóhannes segir að því hafi því verið beint til bílstjóra að leyfa viðskiptavinum að njóta vafans í þeim tilfellum. „En það komu samt upp nokkuð mörg tilfelli þar sem vagnstjórinn hleypti viðkomandi ekki um borð eða óskaði eftir að hann yfirgæfi vagninn. Því miður. En þetta gerist. Þetta er stór hópur, það eru margir á ferðinni en sem betur fer eru þetta ekkert allt of mörg tilfelli en kannski allt of mörg,“ segir Jóhannes. Betrumbætt app í næstu viku En það er ekki bara sambandsleysi og almennir gallar sem fara í taugarnar á fólki. Að mati margra farþega vantar nefnilega ýmislegt í appið. Þar er ekki hægt að leita að ferð eða fylgjast með strætóferðum í rauntíma. Strætó lofar þó bót á þessu, jafnvel strax eftir helgi. „Leiðarvísirinn kemur inn í appið og appið á að virka betur. Það hefur einnig verið svona smá vandamál með það,“ segir Jóhannes. Jóhannes á því ekki von á öðru en að fólk geti farið að klappa eðlilega með strætó á allra næstu dögum. Fjallað var um Klapp þegar nýja greiðslukerfið var tekið upp í vetur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan: Samgöngur Strætó Tækni Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Þessi leiðinlegi rauði fýlukall, sem sést á skjánum í strætó á myndinni hér að ofan, hefur síðustu vikurnar hrellt marga farþega strætó sem reyna að greiða fyrir far sitt í gegn um nýja greiðslukerfið - Klapp. Kerfið var innleitt fyrir síðustu jól en hefur ekki farið alveg nógu vel af stað. „Nei, nei það er alveg rétt. Við höfum átt í ákveðnum erfiðleikum með þetta. Við getum sagt kannski bæði óvæntum og væntum vegna þess að þetta er gríðarlega mikil breyting,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes segir nýja uppfærslu á Klapp á leiðinni. Nú þegar sé búið að leysa stærstu vandamálin.Strætó Allt of mörg tilfelli þar sem fólki er ekki hleypt um borð Og viðskiptavinir hafa látið í sér heyra. Fjöldi fólks hefur kvartað yfir nýja kerfinu og gagnrýnt það á samfélagsmiðlum - gagnrýni sem Jóhannes segir að hafi náð eyrum Strætó. Klapp appið var ekki forritað, það var copy/paste-að upp úr dagbók Satans.Og af hverju er "Hvar er strætó" hætt að virka í gamla appinu?Vill @straetobs ég fái mér annan einkabíl?— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 16, 2022 „Já, já. Við höfum heyrt af fullt af óánægju og skiljum það bara mjög vel. Og erum svo sem bara miður okkar að þetta hafi ekki bara gengið svona einn, tveir og þrír. En þetta er svona það sem gerist kannski stundum í þessum stóru hugbúnaðarverkefnum og mjög flóknu,“ segir Jóhannes. Nokkur vandamál hafi komið upp eftir að kerfið var tekið í notkun. Sambandsleysi margra skanna í strætisvögnum varð til þess að stundum lásu þeir ekki farmiðann. Samvkæmt upplýsingum frá strætó voru tilfellin allt frá örfáum til um tuttugu á dag á tímabili þar sem skannarnir lásu ekki kort fólks, sem áttu þó að vera góð og gild. Jóhannes segir að því hafi því verið beint til bílstjóra að leyfa viðskiptavinum að njóta vafans í þeim tilfellum. „En það komu samt upp nokkuð mörg tilfelli þar sem vagnstjórinn hleypti viðkomandi ekki um borð eða óskaði eftir að hann yfirgæfi vagninn. Því miður. En þetta gerist. Þetta er stór hópur, það eru margir á ferðinni en sem betur fer eru þetta ekkert allt of mörg tilfelli en kannski allt of mörg,“ segir Jóhannes. Betrumbætt app í næstu viku En það er ekki bara sambandsleysi og almennir gallar sem fara í taugarnar á fólki. Að mati margra farþega vantar nefnilega ýmislegt í appið. Þar er ekki hægt að leita að ferð eða fylgjast með strætóferðum í rauntíma. Strætó lofar þó bót á þessu, jafnvel strax eftir helgi. „Leiðarvísirinn kemur inn í appið og appið á að virka betur. Það hefur einnig verið svona smá vandamál með það,“ segir Jóhannes. Jóhannes á því ekki von á öðru en að fólk geti farið að klappa eðlilega með strætó á allra næstu dögum. Fjallað var um Klapp þegar nýja greiðslukerfið var tekið upp í vetur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan:
Samgöngur Strætó Tækni Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00