„Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2022 07:01 Listamaðurinn Árni Már Erlingsson sækir gjarnan innblástur í hversdagsleikann. Vilhelm Gunnarsson/Vísir Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: Klippa: KÚNST - Árni Már List til styrktar Úkraínu Það er nóg um að vera í lífi Árna þar sem hann vinnur sem myndlistarmaður, sér um rekstur Portsins og heldur reglulegar sýningar. Meðal annars hefur hann skipulagt viðburðina Artists 4 Ukraine sem er listaverkauppboð á íslenskri myndlist og öll sala uppboðsins rennur til góðgerðarmálefna í Úkraínu. Hægt er að fylgjast með því hér. Sjósundið, lífið og tilveran Sem listamaður er Árni hvað þekktastur fyrir þykka áferð á striga en hugmyndin að þeim verkum kviknaði meðal annars í gegnum sjósundið, sem Árni hefur stundað í dágóðan tíma og kallar sport lata mannsins þar sem útrásin er öflug fyrir stuttan tíma. View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Þrátt fyrir að vera heillaður af sjónum segir hann innblásturinn ekki skorðaðan við eitthvað afmarkað. „Þessi hugmynd um innblástur og allt þetta. Jú vissulega geturðu farið á sýningar og fengið massívan innblástur af einhverju og eitthvað svoleiðis en ég held að innblásturinn komi bara af öllu sem við gerum,“ segir Árni en verk hans sækja meðal annars innblástur í hversdagsleikann út í gegn og þá sérstaklega í ákveðinni seríu þar sem hann notast við form sem hafa fylgt honum lengi. „Þessi form verða til af því þetta var einhvern veginn eitthvað sem ég var alltaf að gera. Til dæmis ef ég var í símanum og að krassa á blað á meðan. Eða ég var á fundi og var með bók við hliðina á mér. Þá var ég alltaf að krassa einhver form. Þannig ég ákvað að taka það sérstaklega fyrir og drita niður öllum þessu helstu formum sem ég var alltaf að teikna og útfæra þau í þessi verk.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Klippa: KÚNST - Árni Már List til styrktar Úkraínu Það er nóg um að vera í lífi Árna þar sem hann vinnur sem myndlistarmaður, sér um rekstur Portsins og heldur reglulegar sýningar. Meðal annars hefur hann skipulagt viðburðina Artists 4 Ukraine sem er listaverkauppboð á íslenskri myndlist og öll sala uppboðsins rennur til góðgerðarmálefna í Úkraínu. Hægt er að fylgjast með því hér. Sjósundið, lífið og tilveran Sem listamaður er Árni hvað þekktastur fyrir þykka áferð á striga en hugmyndin að þeim verkum kviknaði meðal annars í gegnum sjósundið, sem Árni hefur stundað í dágóðan tíma og kallar sport lata mannsins þar sem útrásin er öflug fyrir stuttan tíma. View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Þrátt fyrir að vera heillaður af sjónum segir hann innblásturinn ekki skorðaðan við eitthvað afmarkað. „Þessi hugmynd um innblástur og allt þetta. Jú vissulega geturðu farið á sýningar og fengið massívan innblástur af einhverju og eitthvað svoleiðis en ég held að innblásturinn komi bara af öllu sem við gerum,“ segir Árni en verk hans sækja meðal annars innblástur í hversdagsleikann út í gegn og þá sérstaklega í ákveðinni seríu þar sem hann notast við form sem hafa fylgt honum lengi. „Þessi form verða til af því þetta var einhvern veginn eitthvað sem ég var alltaf að gera. Til dæmis ef ég var í símanum og að krassa á blað á meðan. Eða ég var á fundi og var með bók við hliðina á mér. Þá var ég alltaf að krassa einhver form. Þannig ég ákvað að taka það sérstaklega fyrir og drita niður öllum þessu helstu formum sem ég var alltaf að teikna og útfæra þau í þessi verk.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01