Liechtenstein-leikirnir koma Arnari yfir Eyjólf og úr neðsta sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 09:31 Byrjun Arnars Þórs Viðarssonar með íslenska landsliðið hefur verið erfið og niðurstaðan er aðeins þrír sigrar úr sautján leikjum. Íslenska liðið hefur tvisvar fengið á sig fimm mörk í síðustu þremur leikjum. Getty/Alex Nicodim Það er óhætt að segja að byrjun Arnars Þór Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafi gengið sögulega illa. Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Stórt tap á móti Spánverjum var ekki til að hjálpa tölfræði Arnars en liðið hafði áður gert ágæta hluti á móti Finnum. Sigurmarkið datt þó aldrei inn í Finnaleiknum og það eru einkum fáir sigurleikir sem keyra sigurhlutfallið liðsins undir stjórn Hafnfirðingsins niður. Arnar Þór er nú með næstversta árangur allra þjálfara íslenska karlalandsliðsins frá árinu 1990. Það eru síðan bara þeir Jóhannes Atlason, Eyjólfur Sverrisson og Sigfried Held sem eru með slakara sigurhlutfall ef við förum aftur til ársins 1980. Jóhannes og Held stýrðu íslenska landsliðinu á níunda áratugnum en á síðustu þremur áratugum er aðeins Eyjólfur Sverrisson með verri árangur. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sautján leikjum sínum undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar og þar af komu tveir þeirra á móti Liechtenstein. Hinn sigurleikurinn er síðan á móti Færeyjum. Síðan Arnar Þór tók við hefur íslenska landsliðið því aðeins unnið þjóðir sem eru nú í 124. og 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Liechtenstein-leikirnir bjarga kannski því sem bjargað verður. Arnar Þór er sem sagt með aðeins 27 prósent árangur og -22 í markatölu í fimmtán leikjum þegar landsliðið er ekki að spila við smáþjóðina í Ölpunum. 4-0 og 4-1 sigrar liðsins á Liechtenstein hjálpa honum mikið við að komst úr neðsta sætinu af listanum. Það er reyndar aðra sögu að segja þegar kemur að þjálfaranum sem vermir neðsta sætið yfir árangur íslenskra landsliðsþjálfara síðustu rúmu þrjá áratugi. Eyjólfur Sverrisson var nefnilega látinn fara eftir 3-0 tap á móti Liechtenstein árið 2007. Íslenska landsliðið náði aðeins í eitt stig af sex mögulegum á móti Liechtenstein undir hans stjórn. Liechtenstein leikirnir draga hann því niður. Næsta verkefni íslenska liðsins eru fjórir leikir í júní í Þjóðadeildinni en verða líklega þó bara þrír af því að einn þeirra er á móti Rússlandi sem verður líklega enn í banni í sumar vegna innrásarinnar í Úkraínu. Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Besta sigurhlutfall landsliðsþjálfara frá 1990: 1. Guðjón Þórðarson 56,0% 2. Heimir Hallgrímsson 52,6% 3. Lars Lagerbäck 50,0% 4. Bo Johansson 46,9% 5. Ásgeir Elíasson 44,1% 6. Atli Eðvaldsson 43,5% 7. Erik Hamrén 41,1% 8. Ólafur Jóhannesson 39,7% 9. Logi Ólafsson 36,8% 10. Ásgeir Sigurvinsson 35,4% 11. Arnar Þór Viðarsson 35,3% 12. Eyjólfur Sverrisson 28,6%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira