Tökur í miðbænum hefjast á laugardag, 2. apríl, og verður Sæbraut þá lokuð fyrir hádegi frá Snorrabraut að Hörpu. Kalkofnsvegur verður sömuleiðis lokaður að Geirsgötu. Á sunnudag verður aðgangur að planinu fyrir framan Hörpu að hluta til takmarkaður fyrir hádegi.
Þá verður takmörkun á umferð á Skólavörðuholti og nærliggjandi götum í kring um Hallgrímskirkju, það er um Kárastíg, Bergþórugötu (frá Vitastíg að Frakkastíg), um Grettisgötu (frá Vitastíg að Frakkastíg) og um Njálsgötu (frá Bjarnastíg að Frakkastíg). Umferð um sömu götur verður takmörkuð á þriðjudag sömuleiðis.
Þetta segir í tilkynningu frá Truenorth, sem birt var í íbúahópi Vesturbæjar á Facebook. Starfsmaður skrifstofu Truenorth segir í samtali við fréttastofu að verið sé að leggja lokahönd á allt og tökur hefjist tímanlega um helgina.
Starfsfólk Truenorth verður sömuleiðis staðsett við lokunarpósta til að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar.

Fréttin var uppfærð fimmtudaginn 31. mars klukkan 9:20.