Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Sjö óbreyttir borgarar féllu í árás á stjórnarbyggingu í Mykolaiv í dag og fjöldi manns særðist.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Heilbrigðisyfirvöld eru gagnrýnd harðlega fyrir verklag við flutning á skimun fyrir leghálskrabbameini í nýrri og umfangsmikilli skýrslu. Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna fer yfir helstu niðurstöður.

Þá verður farið yfir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi með þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Fréttamaður okkar spreytir sig einnig á umdeildu píptesti – sem börn hafa kvartað yfir til umboðsmanns barna og við heyrum við í veðurfræðingi um vorveðrið sem vonandi er fram undan.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×