Bál tímans og Bannað að eyðileggja tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. mars 2022 13:21 Hér má sjá þær bækur sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022. Bækurnar Bál tímans og Bannað að eyðileggja eru þær íslensku bækur sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Alls eru þrettán norrænar mynda-, unglinga-, og ljóðabækur tilnefndar til verðlaunanna. Það eru rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir og myndhöfundurinn Sigmundur B. Þorgeirsson sem eru á bak við bókina Bál tímans: Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár. Í bókinni er farið í æsispennandi tímaflakk í fylgd gamallar skinnbókar. „Hvernig skrifar maður um eldgamalt skinnhandrit og mörg hundruð ára gamlan þjóðararf þannig að nútímabörn langi til að lesa? Arndísi Þórarinsdóttur hefur tekist það listilega vel með því að setja sig í spor Möðruvallabókar og skrifa þvæling hennar í gegnum Íslandssöguna sem háskalega spennusögu,“ er meðal þess sem segir í rökstuðningi tilnefningarinnar. Þau Arndís Þórarinsdóttir og Sigmundur B. Þorgeirsson gerðu bókina Bál tímans.Gassi - Tindur Lilja Hlín H. Péturs Bókin Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja var einnig tilnefnd til verðlaunanna. Það var rithöfundurinn Gunnar Helgason sem skrifaði bókina og Rán Flygenring myndskreytti. Bókin fjallar um litríkt líf Alexanders Daníels Hermanns sem er með ADHD. „Alexander upplifir heiminn á alveg einstakan hátt sem hefur bæði neikvæð og jákvæð áhrif á alla hans tilvist. En eitt er alveg skýrt frá upphafi: Við erum með Alexander í liði og í því liggur styrkur bókarinnar. Samkenndin með honum er rík og það er sárt þegar Alexander og heimurinn rekast saman. Sterkur þráður í bókinni er sú mikilvæga hugsun að mæta öllum, stórum og smáum, þar sem þau standa,“ segir í rökstuðningi. Gunnar Helgason og Rán Flygenring gerðu bókina Bannað að eyðileggja.Gassi - Sebastian Ziegler Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2013 að ósk norrænu menningarmálaráðherranna, sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum. Verðlaunin eru veitt fyrir fagurbókmenntaverk fyrir börn og unglinga sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Verkið getur sameinað texta og myndir og skal uppfylla strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Hér má sjá allar þrettán tilnefningarnar. Bókmenntir Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Það eru rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir og myndhöfundurinn Sigmundur B. Þorgeirsson sem eru á bak við bókina Bál tímans: Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár. Í bókinni er farið í æsispennandi tímaflakk í fylgd gamallar skinnbókar. „Hvernig skrifar maður um eldgamalt skinnhandrit og mörg hundruð ára gamlan þjóðararf þannig að nútímabörn langi til að lesa? Arndísi Þórarinsdóttur hefur tekist það listilega vel með því að setja sig í spor Möðruvallabókar og skrifa þvæling hennar í gegnum Íslandssöguna sem háskalega spennusögu,“ er meðal þess sem segir í rökstuðningi tilnefningarinnar. Þau Arndís Þórarinsdóttir og Sigmundur B. Þorgeirsson gerðu bókina Bál tímans.Gassi - Tindur Lilja Hlín H. Péturs Bókin Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja var einnig tilnefnd til verðlaunanna. Það var rithöfundurinn Gunnar Helgason sem skrifaði bókina og Rán Flygenring myndskreytti. Bókin fjallar um litríkt líf Alexanders Daníels Hermanns sem er með ADHD. „Alexander upplifir heiminn á alveg einstakan hátt sem hefur bæði neikvæð og jákvæð áhrif á alla hans tilvist. En eitt er alveg skýrt frá upphafi: Við erum með Alexander í liði og í því liggur styrkur bókarinnar. Samkenndin með honum er rík og það er sárt þegar Alexander og heimurinn rekast saman. Sterkur þráður í bókinni er sú mikilvæga hugsun að mæta öllum, stórum og smáum, þar sem þau standa,“ segir í rökstuðningi. Gunnar Helgason og Rán Flygenring gerðu bókina Bannað að eyðileggja.Gassi - Sebastian Ziegler Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2013 að ósk norrænu menningarmálaráðherranna, sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum. Verðlaunin eru veitt fyrir fagurbókmenntaverk fyrir börn og unglinga sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Verkið getur sameinað texta og myndir og skal uppfylla strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Hér má sjá allar þrettán tilnefningarnar.
Bókmenntir Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira