Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2022 23:10 Hannes Guðmundur Hilmarsson og Kristín Guðbjörg Jónsdóttir eru bændur á Kolbeinsá á Ströndum. Einar Árnason Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bændur á rótgrónu sauðfjárræktarsvæði við vestanverðan Hrútafjörð sem horfa nú upp á miklar kostnaðarhækkanir. Á Kolbeinsá reka þau Hannes Hilmarsson og Kristín Jónsdóttir sjöhundruð kinda bú en Hannes segir bæði áburð og olíu hafa hækkað gríðarlega. Horft yfir Kolbeinsá. Hrútafjörður í baksýn.Einar Árnason „Það lítur ekki allt of vel út, sko,“ segir Kristín. -Hafa sauðfjárbændur um landið áhyggjur? „Ég get ekki ímyndað mér annað,“ svarar hún. „Þetta gengur ekki svona,“ segir Hannes. „Nei, alls ekki,“ segir Kristín og hristir höfuðið. „Það verður þá að hækka afurðirnar á móti,“ segir Hannes. Heiðar Þór Gunnarsson er bóndi á Bæ 1.Einar Árnason Á jörðinni Bæ 1 voru menn að endurbæta fjárhúsin. Bóndinn Heiðar Þór Gunnarsson þarf að hafa allar klær úti. Hann er jafnframt með áttatíu naut í eldi, er girðinga- og rúlluverktaki og svo skreppur hann suður á þriggja vikna fresti í aukavinnu ásamt tveimur öðrum. „Við förum í uppskipanir hjá Fóðurblöndunni til Reykjavíkur. Þannig að sauðfjárræktin, hún allavega borgar ekki fyrir þessar framkvæmdir, eins og staðan er í dag. En það getur ekki endalaust verið dauði og djöfull,“ segir Heiðar Þór. Tvíbýli er á Bæ. Til hægri er Bær 1 en Bær 2 til vinstri.Einar Árnason Staðan virðist samt bara hafa versnað. 700 milljóna króna aukastyrkur ríkisins vegna áburðarkaupa er ekki fjórðungur upp í þriggja milljarða útgjaldauka vegna tvöföldunar áburðarverðs, að sögn Unnsteins Snorrasonar, talsmanns greinarinnar hjá Bændasamtökunum. Hann segir að breytilegur kostnaður sauðfjárbúa hafi hækkað um 30 til 40 prósent frá því í fyrra. Ekki aðeins áburður og olía hafi hækkað heldur einnig lyf og byggingavörur, eins og járn. Afurðaverð til bænda hafi á móti hækkað um tíu prósent. Unnsteinn óttast verulegan samdrátt eftir réttir í haust, allt að 25 prósenta fækkun þess fjár sem bændur setji á vetur. Bændur muni spara við sig áburð sem þýði minna og verra fóður. Stefanía Jónsdóttir, bóndi og skólabílstjóri á Þambárvöllum við Bitrufjörð.Einar Árnason Húsfreyjan á sauðfjárbýlinu Þambárvöllum í Bitru, Stefanía Jónsdóttir, sinnir skólaakstri og sækir jafnframt vinnu á Hvammstanga 80 kílómetra í burtu. Hún gerir grín að stöðunni. „Ég fór í skólaakstur svo maðurinn minn gæti stundað sitt áhugamál.“ -Sem er? „Sem er bóndastarfið. Er það ekki?“ -Er það áhugamál, sem sagt? „Hjá honum,“ segir Stefanía og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um samfélagið við vestanverðan Hrútafjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu: Um land allt Landbúnaður Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við bændur á rótgrónu sauðfjárræktarsvæði við vestanverðan Hrútafjörð sem horfa nú upp á miklar kostnaðarhækkanir. Á Kolbeinsá reka þau Hannes Hilmarsson og Kristín Jónsdóttir sjöhundruð kinda bú en Hannes segir bæði áburð og olíu hafa hækkað gríðarlega. Horft yfir Kolbeinsá. Hrútafjörður í baksýn.Einar Árnason „Það lítur ekki allt of vel út, sko,“ segir Kristín. -Hafa sauðfjárbændur um landið áhyggjur? „Ég get ekki ímyndað mér annað,“ svarar hún. „Þetta gengur ekki svona,“ segir Hannes. „Nei, alls ekki,“ segir Kristín og hristir höfuðið. „Það verður þá að hækka afurðirnar á móti,“ segir Hannes. Heiðar Þór Gunnarsson er bóndi á Bæ 1.Einar Árnason Á jörðinni Bæ 1 voru menn að endurbæta fjárhúsin. Bóndinn Heiðar Þór Gunnarsson þarf að hafa allar klær úti. Hann er jafnframt með áttatíu naut í eldi, er girðinga- og rúlluverktaki og svo skreppur hann suður á þriggja vikna fresti í aukavinnu ásamt tveimur öðrum. „Við förum í uppskipanir hjá Fóðurblöndunni til Reykjavíkur. Þannig að sauðfjárræktin, hún allavega borgar ekki fyrir þessar framkvæmdir, eins og staðan er í dag. En það getur ekki endalaust verið dauði og djöfull,“ segir Heiðar Þór. Tvíbýli er á Bæ. Til hægri er Bær 1 en Bær 2 til vinstri.Einar Árnason Staðan virðist samt bara hafa versnað. 700 milljóna króna aukastyrkur ríkisins vegna áburðarkaupa er ekki fjórðungur upp í þriggja milljarða útgjaldauka vegna tvöföldunar áburðarverðs, að sögn Unnsteins Snorrasonar, talsmanns greinarinnar hjá Bændasamtökunum. Hann segir að breytilegur kostnaður sauðfjárbúa hafi hækkað um 30 til 40 prósent frá því í fyrra. Ekki aðeins áburður og olía hafi hækkað heldur einnig lyf og byggingavörur, eins og járn. Afurðaverð til bænda hafi á móti hækkað um tíu prósent. Unnsteinn óttast verulegan samdrátt eftir réttir í haust, allt að 25 prósenta fækkun þess fjár sem bændur setji á vetur. Bændur muni spara við sig áburð sem þýði minna og verra fóður. Stefanía Jónsdóttir, bóndi og skólabílstjóri á Þambárvöllum við Bitrufjörð.Einar Árnason Húsfreyjan á sauðfjárbýlinu Þambárvöllum í Bitru, Stefanía Jónsdóttir, sinnir skólaakstri og sækir jafnframt vinnu á Hvammstanga 80 kílómetra í burtu. Hún gerir grín að stöðunni. „Ég fór í skólaakstur svo maðurinn minn gæti stundað sitt áhugamál.“ -Sem er? „Sem er bóndastarfið. Er það ekki?“ -Er það áhugamál, sem sagt? „Hjá honum,“ segir Stefanía og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um samfélagið við vestanverðan Hrútafjörð í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þáttinn má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu:
Um land allt Landbúnaður Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44 Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22 Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08 Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna. 18. nóvember 2021 22:44
Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. 2. desember 2021 22:22
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. 27. mars 2022 21:08
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45