Gerður Berndsen er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2022 21:08 Gerður var 74 ára. Aðsend Gerður Berndsen er látin, 74 ára að aldri. Gerður var þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur, sem var myrt við Engihjalla í Kópavogi vorið 2000. Gerður lést í fyrradag. Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa. Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa.
Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20