Gerður Berndsen er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2022 21:08 Gerður var 74 ára. Aðsend Gerður Berndsen er látin, 74 ára að aldri. Gerður var þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur, sem var myrt við Engihjalla í Kópavogi vorið 2000. Gerður lést í fyrradag. Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa. Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa.
Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent