Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 85-91 | Mikilvægur sigur Stólanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2022 20:49 Javon Anthony Bess skoraði 28 stig í liði Tindastóls í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það var nokkuð augljóst að leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið og mikill hraði einkenndi fyrri hálfleikinn. Eftir jafnar upphafsmínútur fór að ganga illa í sóknarleik Þórsara og gestirnir gengu á lagið og náðu fimm stiga forskoti áður en fyrsta leikhluta lauk. Stólarnir náðu svo mest átta stiga forskoti í upphafi annars leikhluta, en þá fór sóknarleikur heimamanna loksins að ganga betur. Þeir skoruðu sjö stig í röð og munurinn var því allt í einu kominn niður í eitt stig. Það sem eftir lifði hálfleiksins skiptust liðin á að setja stig á töfluna og Daniel Mortensen setti niður mikilvægan þrist í þann mund sem flautað var til hálfleiks. Staðan þegar gengið var til búningsherbergja var 43-42, gestunum frá Sauðárkróki í vil. Liðin voru greinilega ekkert á þeim buxunum að fara að hægja eitthvað á í síðari hálfleik og sami hraði var til staðar eftir hlé. Liðin skiptust á að skora og munurinn varð aldrei meiri en fjögur stig í þriðja leikhluta. Gestirnir byrjuðu fjórða leikhlutann svo af miklum krafti og settu niður fjóra þrista í fyrstu fjórum tilraunum sínum í lokaleikhlutanum. Það virtist slá Íslandsmeistarana aðeins út af laginu og Stólarnir náðu níu stiga forskoti í fyrsta skipti í leiknum. Þrátt fyrir smá áhlaup Þórsara tókst þeim ekki að snúa þessu við og gestirnir kláruðu gríðarlega mikilvægan sex stiga sigur, 91-85. Af hverju vann Tindastóll? Það var nokkuð augljóst að gestirnir frá Sauðárkróki mættu klárir í þennan leik. Þeir spiluðu mjög hratt og í vörninni gáfu þeir Þórsurum aldrei tíma á boltanum. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, orðaði þetta ve eftir leik þegar hann sagði að Stólarnir hefðu mætt til að keppa en hans menn mætt til að spila. Hverjir stóðu upp úr? Javon Anthony Bess var stigahæsti maður vallarins með 28 stig fyrir gestina. Hann tók ennig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar og átti heilt yfir gott kvöld. Þá var Sigtryggur Arnar Björnsson einnig öflugur í liði Stólana og á stóran þátt í þessum sigri. Í liði Þórsara var Daniel Mortensen stigahæstur með 24 stig. Hvað gekk illa? Íslandsmeistararnir áttu í stökustu vandræðum með að setja niður stóru skotin. Þórsarar eiga það vopn að geta látið rigna þristum en í kvöld vantaði ansi mikið upp á það. Liðið setti fyrstu tvo þristana niður og svo jafn marga í næstu 17 tilraunum. Hvað gerist næst? Framundan er lokaumferðin í Subway-deild karla áður en úrslitakeppnin tekur við, en allir leikirnir fara fram klukkan 19:15 á fimmtudaginn. Þórsarar sækja Grindvíkinga heim og með sigri á liðið enn möguleika á deildarmeistaratitlinum, en þá verða þeir að treysta á að Njarðvíkingar tapi nágrannaslagnum gegn Keflavík. Tindastóll tekur á móti Þór Akureyri á sama tíma, en Þórsarar eru fallnir úr deildinni. Sigur tryggir Stólunum fjórða sæti deildarinnar og þar með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Lárus: „Auðvitað slæmt að þurfa að fara að treysta á einhverja aðra“ Lárus Jónsson var eðlilega svekktur með tap sinna manna í kvöld.Vísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var eðlilega svekktur með tap sinna manna í næst síðustu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Tapið þýðir að Þórsarar þurfa að vinna lokaleik tímabilsins og um leið treysta á hagstæð úrslit annars staðar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Mér fannst Stólarnir bara koma hérna til þess að keppa og við bara til að spila,“ sagði Lárus að leikslokum. „Ég ætla samt ekki að taka neitt frá þeim. Þeir voru frábærir í kvöld. Við töpum mikið af boltum sem er óvanalegt og munurinn lá eiginlega þar.“ Eins og áður segir þá voru Þórsarar ekki að setja niður eins mikið af stórum skotum og oft áður. Lárus segir að liðið hafi oft á tíðum verið að koma sér í ágætis stöður til þess að setja niður þrista, en kunni þó ekki neinar sérstakar skýringar á því af hverju menn voru ekki að setja þau niður. „Við bara hittum illa. Við vorum alveg að deila boltanum ágætlega og vorum að fá alveg þokkalega ágæt skot, nema kannski í lokin þegar við vorum að reyna að þvinga þau fram. Við bara hittum ekki.“ Þórsarar eru nú ekki lengur með það í sínum höndum að vinna deildarmeistaratitilinn heldur þurfa þeir að vinna Grindavík í lokaumferðinni og treysta á að Njarðvíkingar tapi gegn Keflvíkingum á sama tíma. Lárus segir að sama hvernig hefði farið í kvöld þá hafi það alltaf verið vitað að leikurinn gegn Grindvíkingum yrði erfiður. „Það er auðvitað slæmt að þurfa að fara að treysta á einhverja aðra, en auðvitað var þetta ekkert alltaf bara í okkar höndum. Við erum auðvitað að fara að keppa á móti Grindavík og þeir ætla örugglega líka að reyna að vinna okkur.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld er Lárus viss um að það verði lítið mál að gíra menn í seinasta deildarleik tímabilsins. „Ég held að það verði ekki mikið mál að mótivera menn eftir svona leik. Ég held að það sé engin taktík, bara að við förum til Grindavíkur til þess að keppa en ekki bara til þess að spila.“ Að lokum segir Lárus að mögulega sé það gott fyrir liðið að fá smá spark í rassinn svona rétt fyrir úrslitakeppni. „Já það getur alveg verið það. Í fyrra töpuðum við síðustu tveimur fyrir úrslitakeppnina þannig að það getur stundum verið ágætt,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tindastóll
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara Þór Þorlákshöfn á útivelli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kemur Tindastól í góða stöðu varðandi heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það var nokkuð augljóst að leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið og mikill hraði einkenndi fyrri hálfleikinn. Eftir jafnar upphafsmínútur fór að ganga illa í sóknarleik Þórsara og gestirnir gengu á lagið og náðu fimm stiga forskoti áður en fyrsta leikhluta lauk. Stólarnir náðu svo mest átta stiga forskoti í upphafi annars leikhluta, en þá fór sóknarleikur heimamanna loksins að ganga betur. Þeir skoruðu sjö stig í röð og munurinn var því allt í einu kominn niður í eitt stig. Það sem eftir lifði hálfleiksins skiptust liðin á að setja stig á töfluna og Daniel Mortensen setti niður mikilvægan þrist í þann mund sem flautað var til hálfleiks. Staðan þegar gengið var til búningsherbergja var 43-42, gestunum frá Sauðárkróki í vil. Liðin voru greinilega ekkert á þeim buxunum að fara að hægja eitthvað á í síðari hálfleik og sami hraði var til staðar eftir hlé. Liðin skiptust á að skora og munurinn varð aldrei meiri en fjögur stig í þriðja leikhluta. Gestirnir byrjuðu fjórða leikhlutann svo af miklum krafti og settu niður fjóra þrista í fyrstu fjórum tilraunum sínum í lokaleikhlutanum. Það virtist slá Íslandsmeistarana aðeins út af laginu og Stólarnir náðu níu stiga forskoti í fyrsta skipti í leiknum. Þrátt fyrir smá áhlaup Þórsara tókst þeim ekki að snúa þessu við og gestirnir kláruðu gríðarlega mikilvægan sex stiga sigur, 91-85. Af hverju vann Tindastóll? Það var nokkuð augljóst að gestirnir frá Sauðárkróki mættu klárir í þennan leik. Þeir spiluðu mjög hratt og í vörninni gáfu þeir Þórsurum aldrei tíma á boltanum. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, orðaði þetta ve eftir leik þegar hann sagði að Stólarnir hefðu mætt til að keppa en hans menn mætt til að spila. Hverjir stóðu upp úr? Javon Anthony Bess var stigahæsti maður vallarins með 28 stig fyrir gestina. Hann tók ennig fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar og átti heilt yfir gott kvöld. Þá var Sigtryggur Arnar Björnsson einnig öflugur í liði Stólana og á stóran þátt í þessum sigri. Í liði Þórsara var Daniel Mortensen stigahæstur með 24 stig. Hvað gekk illa? Íslandsmeistararnir áttu í stökustu vandræðum með að setja niður stóru skotin. Þórsarar eiga það vopn að geta látið rigna þristum en í kvöld vantaði ansi mikið upp á það. Liðið setti fyrstu tvo þristana niður og svo jafn marga í næstu 17 tilraunum. Hvað gerist næst? Framundan er lokaumferðin í Subway-deild karla áður en úrslitakeppnin tekur við, en allir leikirnir fara fram klukkan 19:15 á fimmtudaginn. Þórsarar sækja Grindvíkinga heim og með sigri á liðið enn möguleika á deildarmeistaratitlinum, en þá verða þeir að treysta á að Njarðvíkingar tapi nágrannaslagnum gegn Keflavík. Tindastóll tekur á móti Þór Akureyri á sama tíma, en Þórsarar eru fallnir úr deildinni. Sigur tryggir Stólunum fjórða sæti deildarinnar og þar með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Lárus: „Auðvitað slæmt að þurfa að fara að treysta á einhverja aðra“ Lárus Jónsson var eðlilega svekktur með tap sinna manna í kvöld.Vísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var eðlilega svekktur með tap sinna manna í næst síðustu umferð Subway-deildar karla í kvöld. Tapið þýðir að Þórsarar þurfa að vinna lokaleik tímabilsins og um leið treysta á hagstæð úrslit annars staðar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Mér fannst Stólarnir bara koma hérna til þess að keppa og við bara til að spila,“ sagði Lárus að leikslokum. „Ég ætla samt ekki að taka neitt frá þeim. Þeir voru frábærir í kvöld. Við töpum mikið af boltum sem er óvanalegt og munurinn lá eiginlega þar.“ Eins og áður segir þá voru Þórsarar ekki að setja niður eins mikið af stórum skotum og oft áður. Lárus segir að liðið hafi oft á tíðum verið að koma sér í ágætis stöður til þess að setja niður þrista, en kunni þó ekki neinar sérstakar skýringar á því af hverju menn voru ekki að setja þau niður. „Við bara hittum illa. Við vorum alveg að deila boltanum ágætlega og vorum að fá alveg þokkalega ágæt skot, nema kannski í lokin þegar við vorum að reyna að þvinga þau fram. Við bara hittum ekki.“ Þórsarar eru nú ekki lengur með það í sínum höndum að vinna deildarmeistaratitilinn heldur þurfa þeir að vinna Grindavík í lokaumferðinni og treysta á að Njarðvíkingar tapi gegn Keflvíkingum á sama tíma. Lárus segir að sama hvernig hefði farið í kvöld þá hafi það alltaf verið vitað að leikurinn gegn Grindvíkingum yrði erfiður. „Það er auðvitað slæmt að þurfa að fara að treysta á einhverja aðra, en auðvitað var þetta ekkert alltaf bara í okkar höndum. Við erum auðvitað að fara að keppa á móti Grindavík og þeir ætla örugglega líka að reyna að vinna okkur.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld er Lárus viss um að það verði lítið mál að gíra menn í seinasta deildarleik tímabilsins. „Ég held að það verði ekki mikið mál að mótivera menn eftir svona leik. Ég held að það sé engin taktík, bara að við förum til Grindavíkur til þess að keppa en ekki bara til þess að spila.“ Að lokum segir Lárus að mögulega sé það gott fyrir liðið að fá smá spark í rassinn svona rétt fyrir úrslitakeppni. „Já það getur alveg verið það. Í fyrra töpuðum við síðustu tveimur fyrir úrslitakeppnina þannig að það getur stundum verið ágætt,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti