Sigrún orðin sú frákastahæsta í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 13:31 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, til vinstri, og Dagný Lísa Davíðsdóttir geta báðar orðið deildarmeistarar á sínu fyrsta tímabili með Fjölni. Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir sló um helgina metið yfir flest fráköst í efstu deild kvenna í körfubolta. Það gerði hún í sigri Fjölnis í Grindavík. Sigrún Sjöfn tók fimm fráköst í leiknum og komst þar með fram úr Hildi Sigurðardóttir sem átti metið áður. Sigrún hefur nú tekið 2887 fráköst í efstu deild kvenna. Þær Sigrún og Hildur voru jafnar fyrir leikinn með 2882 fráköst en Sigrún sló það með sínu fyrsta frákasti í leiknum Hildur tók sín fráköst í 347 leikjum en Sigrún var að leika sinn 350. deildarleik á ferlinum. Tölfræði hefur verið skráð í efstu deild kvenna frá og með 1994-95 tímabilinu. Anna María Sveinsdóttir átti lengi frákastametið en það vantar meira en helminginn á hennar ferli því engin fráköst voru skráð á fyrstu níu tímabilum Önnu Maríu í efstu deild. Sigrún Sjöfn hefur náð öllum þessum fráköstum í búningi sex félaga eða sem leikmaður Hauka (227), KR (1254), Hamars (166), Grindavíkur (205), Skallagríms (974) og nú á sínu fyrsta tímabili með Fjölni (61). Sigrún lék sitt fyrsta tímabil með Haukum 2004-5 eða þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Sigrún hækkaði sig líka á öðrum tölfæðilista í Grindavík en hún komst þá upp í þriðja sætið yfir flestar stoðsendingar í efstu deild en aðeins Hildur Sigurðardóttir og Helena Sverrisdóttir hafa gefið fleiri stoðsendingar en hún. Sigrún komst einni stoðsendingu upp fyrir Öldu Leif Jónsdóttur í leiknum á laugardaginn. Sigrún er síðan í fjórða sæti í skoruðu stigum með 3993 og vantar því aðeins sjö stig til að verða sú fjórða á eftir Birnu Valgarðsdóttur, Önnu Maríu Sveinsdóttur og Hildi Sigurðardóttur til að skora fjögur þúsund stig í efstu deild kvenna. Flest fráköst í sögu efstu deildar kvenna 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2887 2. Hildur Sigurðardóttir 2882 3. LeLe Hardy 2333 4. Helena Sverrisdóttir 2167 5. Signý Hermannsdóttir 2138 6. Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2059 7. Bryndís Guðmundsdóttir 1928 8. Birna Valgarðsdóttir 1924 9. Þórunn Bjarnadóttir 1869 10. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 1796 11. Anna María Sveinsdóttir 1656 12. Margrét Kara Sturludóttir 1637 (Fráköst voru fyrst skráð tímabilið 1994-95) Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Sigrún Sjöfn tók fimm fráköst í leiknum og komst þar með fram úr Hildi Sigurðardóttir sem átti metið áður. Sigrún hefur nú tekið 2887 fráköst í efstu deild kvenna. Þær Sigrún og Hildur voru jafnar fyrir leikinn með 2882 fráköst en Sigrún sló það með sínu fyrsta frákasti í leiknum Hildur tók sín fráköst í 347 leikjum en Sigrún var að leika sinn 350. deildarleik á ferlinum. Tölfræði hefur verið skráð í efstu deild kvenna frá og með 1994-95 tímabilinu. Anna María Sveinsdóttir átti lengi frákastametið en það vantar meira en helminginn á hennar ferli því engin fráköst voru skráð á fyrstu níu tímabilum Önnu Maríu í efstu deild. Sigrún Sjöfn hefur náð öllum þessum fráköstum í búningi sex félaga eða sem leikmaður Hauka (227), KR (1254), Hamars (166), Grindavíkur (205), Skallagríms (974) og nú á sínu fyrsta tímabili með Fjölni (61). Sigrún lék sitt fyrsta tímabil með Haukum 2004-5 eða þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Sigrún hækkaði sig líka á öðrum tölfæðilista í Grindavík en hún komst þá upp í þriðja sætið yfir flestar stoðsendingar í efstu deild en aðeins Hildur Sigurðardóttir og Helena Sverrisdóttir hafa gefið fleiri stoðsendingar en hún. Sigrún komst einni stoðsendingu upp fyrir Öldu Leif Jónsdóttur í leiknum á laugardaginn. Sigrún er síðan í fjórða sæti í skoruðu stigum með 3993 og vantar því aðeins sjö stig til að verða sú fjórða á eftir Birnu Valgarðsdóttur, Önnu Maríu Sveinsdóttur og Hildi Sigurðardóttur til að skora fjögur þúsund stig í efstu deild kvenna. Flest fráköst í sögu efstu deildar kvenna 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2887 2. Hildur Sigurðardóttir 2882 3. LeLe Hardy 2333 4. Helena Sverrisdóttir 2167 5. Signý Hermannsdóttir 2138 6. Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2059 7. Bryndís Guðmundsdóttir 1928 8. Birna Valgarðsdóttir 1924 9. Þórunn Bjarnadóttir 1869 10. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 1796 11. Anna María Sveinsdóttir 1656 12. Margrét Kara Sturludóttir 1637 (Fráköst voru fyrst skráð tímabilið 1994-95)
Flest fráköst í sögu efstu deildar kvenna 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2887 2. Hildur Sigurðardóttir 2882 3. LeLe Hardy 2333 4. Helena Sverrisdóttir 2167 5. Signý Hermannsdóttir 2138 6. Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2059 7. Bryndís Guðmundsdóttir 1928 8. Birna Valgarðsdóttir 1924 9. Þórunn Bjarnadóttir 1869 10. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 1796 11. Anna María Sveinsdóttir 1656 12. Margrét Kara Sturludóttir 1637 (Fráköst voru fyrst skráð tímabilið 1994-95)
Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum