Ford sækir um einkaleyfi fyrir „Drift“-stillingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. mars 2022 07:01 Ford Focus RS. Kerfið á bak við stillinguna notar bremsurnar til að auka „drift-ið“ eða skransið. Eins stillir kerfið inngjöfina til að halda skransinu gangandi. Ford sótti um einkaleyfið bæði fyrir rafbíla og sprengihreyfilsbíla. Ford hefur áður notast við drift-stillingu, hún kom fyrst fram í Ford Focus RS. Skjölin sem fylgdu einkaleyfisumsókninni varpa frekara ljósi á smáatriðin. „Stjórnkerfi er notað til að bregðast við því að drift-stillingin er valin, aftengja drifhjólin og heimila hemlunum að læsa dekkjunum og taka stjórn á inngjöfinni og stilla upptakið þannig að ökumaður getur náð viðeigandi hraða til að halda skransinu gangandi,“ segir í umsókninni. Hér má sjá myndband af YouTube rásinni Carfection, þar sem Focus RS drift-ar. „Bifreið hefur vél með sveifarás, rafmótor með drifskafti, framenda aukahlut og með möguleikann á að rjúfa tenginguna í sveifarásnum og drifskaftinu, aflrásin mun senda aflið til viðeigandi hjóla,“ segir enn frekar í umsókninni. Eins og stendur eru drift-stillingar í boði frá öðrum framleiðendum, til að mynda eru Mercdedes-AMG E63 og Volswagen MK8 Golf R. Þessi kerfi senda aukið afl til afturdekkjanna og eigendurnir geta því framkallað skrans á hefðmundnari hátt og í meiri takt við hreina afturhjóladrifsbíla. Kerfið sem Ford hefur hannað og óskað eftir einkaleyfi á er öðruvísi, þökk sé núningsbremsum sem eru til staðar í Ford kerfinu til að setja upp skransið. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Ford hefur áður notast við drift-stillingu, hún kom fyrst fram í Ford Focus RS. Skjölin sem fylgdu einkaleyfisumsókninni varpa frekara ljósi á smáatriðin. „Stjórnkerfi er notað til að bregðast við því að drift-stillingin er valin, aftengja drifhjólin og heimila hemlunum að læsa dekkjunum og taka stjórn á inngjöfinni og stilla upptakið þannig að ökumaður getur náð viðeigandi hraða til að halda skransinu gangandi,“ segir í umsókninni. Hér má sjá myndband af YouTube rásinni Carfection, þar sem Focus RS drift-ar. „Bifreið hefur vél með sveifarás, rafmótor með drifskafti, framenda aukahlut og með möguleikann á að rjúfa tenginguna í sveifarásnum og drifskaftinu, aflrásin mun senda aflið til viðeigandi hjóla,“ segir enn frekar í umsókninni. Eins og stendur eru drift-stillingar í boði frá öðrum framleiðendum, til að mynda eru Mercdedes-AMG E63 og Volswagen MK8 Golf R. Þessi kerfi senda aukið afl til afturdekkjanna og eigendurnir geta því framkallað skrans á hefðmundnari hátt og í meiri takt við hreina afturhjóladrifsbíla. Kerfið sem Ford hefur hannað og óskað eftir einkaleyfi á er öðruvísi, þökk sé núningsbremsum sem eru til staðar í Ford kerfinu til að setja upp skransið.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent