„Leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 27. mars 2022 21:05 Ísak Máni Wium stýrði ÍR-ingum í kvöld í fjarveru Friðriks Inga. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor. ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti