„Leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 27. mars 2022 21:05 Ísak Máni Wium stýrði ÍR-ingum í kvöld í fjarveru Friðriks Inga. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor. ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn. Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Leik lokið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
ÍR-ingar sýndu það svo sannarlega í kvöld að þeir voru að berjast fyrir síðasta sætinu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar í vor en þeir náðu heldur betur að velgja gestunum frá Njarðvík undir uggum, og voru raunar 14 stigum yfir þegar best lét. En annan leikinn í röð tókst þeim að glopra niður góðu forskoti að tapa að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ísak Wium, aðstoðarþjálfari ÍR, stýrði liðunu í kvöld í fjarveru Friðriks Inga og sat fyrir svörum í leikslok, að vonum ekki sáttur við enn eitt tapið í jöfnum leik. „Þetta var örugglega sjötti eða sjöundi leikurinn á tímabilinu þar sem þetta fer svona, sérstaklega hérna á heimavelli og það er eiginlega bara frekar ömurlegt. Við náum að knýja þetta í framlengingu en þetta endar svona.“ Jordan Semple var langatkvæðamestur heimamanna í kvöld, með 31 stig og 19 fráköst, en fór útaf með 5 villur í upphafi framlengingarinnar. Ísak sagði að liðið hefði vissulega saknað hans en brotthvarf hans hefði þó ekki verið það sem réð úrslitum. „Liðið þjappaði sér saman, það er alveg klárt. Stórt „kudos“ á strákana hvernig þeir þjöppuðu sér saman, sérstaklega sóknarlega og hvað menn treystu hver öðrum stóran hluta af leiknum.“ Ísak var vissulega ekki sáttur við að missa Jordan Semple útaf, og vildi meina að hann hefði í raun átt að fá miklu meira frá dómurunum, og ekki bara í leiknum í kvöld heldur í allan vetur. „Auðvitað breyttist leikurinn þá aðallega sóknarlega. Við erum bara í vandræðum með það að Jordan Semple hefur ekki fengið eina einustu villu í allan vetur. Ég veit ekki hvort það er af því að hann hreyfir sig öðruvísi og það má vel vera að hann sé eitthvað „hot-head“, sem hann er, en hann hreyfir sig eitthvað öðruvísi og þá eru dómararnir bara ekki með nógu mikinn leikskilning til að fatta hvenær það er brotið á honum og hvenær ekki. Þetta var bæði í þessum leik og síðasta, á „crucial“ tímapunkti þar sem hann fer beint upp og varnarmaðurinn setur hendurinn yfir hann. En þetta var bara leikur sem tapaðist á mörgum litlum hlutum og þetta er einn þeirra.“ ÍR-ingar fara nú inn í lokaumferðina án nokkurrar pressu. Sætið í deildinni tryggt og úrslitakeppnin runnin þeim úr greipum. Ísak sagði að þetta væri gott tækifæri til að gefa ungum leikmönnum séns og enda tímabilið á jákvæðum nótum. „Við erum nokkuð þunnir og með mikið af mjög ungum drengjum á bekknum í síðustu leikjum. Við erum að gefa þeim nasaþefinn af þessu og viljum enda tímabilið á góðum nótum. Við eigum einn leik eftir og það verður eitt heljarinnar „roadtrip“ og við ætlum bara að hafa gaman af því.“ – sagði Ísak að lokum en lokaleikur ÍR er útileikur gegn Vestra á fimmtudaginn.
Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Leik lokið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu ÍR tekur á móti Njarðvík og þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. 27. mars 2022 20:11