Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Forseti Úkraínu sakar leiðtoga vestrænna ríkja um kjarkleysi, á sama tíma og þúsundir hermanna þar í landi verjist árásum Rússa. Hann kallar enn og aftur eftir öflugri vopnum og biðlar til þjóðanna að láta verkin tala. Hátt í tólf hundruð almennir borgarar hafa fallið í stríðinu í Úkraínu.

Fjallað verður um ástandið í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá er gert ráð fyrir að Landspítalinn verði færður af neyðarstigi í næstu viku. Rætt verður við forstjóra Landspítalans í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Gífurlegir vatnavextir hafa unnið skemmdir á vegum í Borgarfirði um helgina og göngustígar eru komnir á kaf á höfuðborgarsvæðinu. Þar þrefaldaðist rennslið í Bugðu í Norðlingaholti.

Sömuleiðis förum við yfir það helsta í tengslum við Óskarsverðlaunahátíðina, sem sýnd verður í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 21 í kvöld, og ræðum við bifvélavirkja á Borðeyri sem rekur sérstakan bíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum á þjóðvegunum.

Einnig hittum við forritara sem var orðinn þreyttur á að þurfa að greiða fyrir aðgang að Snöru tók málin í sínar hendur stofnaði fría orðabók á netinu. Hann segir skandal að stjórnvöld hafi ekki gert þetta fyrr.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.v




Fleiri fréttir

Sjá meira


×