Arnar Þór: Svekktir að hafa ekki náð í sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 26. mars 2022 19:35 Arnar Þór Viðarsson EPA-EFE/Robert Ghement A-landslið karla í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Finnland í vináttuleik á Spáni í dag. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og var sáttur við leikinn en hefði þó viljað stela sigrinum. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með leikinn. Ég held við séum bara svekktir að hafa ekki náð í sigur. Leikurinn byrjaði, fram að markinu þeirra, bara rólega bæði hjá þeim og hjá okkur. Svo skora þeir mark sem við hefðum getað gert betur í en við vitum að Pukki er mikill markaskorari og góður í að koma sér í stöður. Það kom svona smá á okkur við markið en mér fannst við bregðast mjög vel við og undir lok fyrri háfleiksins þá fannst mér við vera komnir með yfirhöndina, vorum farnir að skapa færi og skorum gott mark. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn bara vera mjög góður,“ sagði Arnar Þór. Íslenska liðið gerði sex skiptingar á meðan á leiknum stóð og var Arnar mjög ánægður með þá sem komu inn. „Ég var mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inná. Megum ekki gleyma því að það eru ansi margir í liðinu hjá okkur sem eru ekki að spila mjög mikið hjá sínu félagsliði og ég var ánægður með þá,“ sagði Arnar. Fram undan er leikur gegn Spánverjum á þriðjudag. Arnar Þór reiknar með breytingum fyrir þann leik en hefur ekki enn þá ákveðið hvaða breytingar það verða. „Ég er eiginlega ekkert byrjaður að pæla í næsta leik. Við ætlum að loka þessum leik á morgun og ég fæ frá læknateyminu í fyrramálið skýrslu hverjir geta hvað. Það voru mikil hlaup á sumum og það gætu verið einhverjar breytingar og mjög líklega einhverjar en ég ætla ekki að velja lið fyrir Spánverjana fyrr en bara eftir tvo daga,“ sagði Arnar Þór að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og var sáttur við leikinn en hefði þó viljað stela sigrinum. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægður með leikinn. Ég held við séum bara svekktir að hafa ekki náð í sigur. Leikurinn byrjaði, fram að markinu þeirra, bara rólega bæði hjá þeim og hjá okkur. Svo skora þeir mark sem við hefðum getað gert betur í en við vitum að Pukki er mikill markaskorari og góður í að koma sér í stöður. Það kom svona smá á okkur við markið en mér fannst við bregðast mjög vel við og undir lok fyrri háfleiksins þá fannst mér við vera komnir með yfirhöndina, vorum farnir að skapa færi og skorum gott mark. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn bara vera mjög góður,“ sagði Arnar Þór. Íslenska liðið gerði sex skiptingar á meðan á leiknum stóð og var Arnar mjög ánægður með þá sem komu inn. „Ég var mjög ánægður með þá leikmenn sem komu inná. Megum ekki gleyma því að það eru ansi margir í liðinu hjá okkur sem eru ekki að spila mjög mikið hjá sínu félagsliði og ég var ánægður með þá,“ sagði Arnar. Fram undan er leikur gegn Spánverjum á þriðjudag. Arnar Þór reiknar með breytingum fyrir þann leik en hefur ekki enn þá ákveðið hvaða breytingar það verða. „Ég er eiginlega ekkert byrjaður að pæla í næsta leik. Við ætlum að loka þessum leik á morgun og ég fæ frá læknateyminu í fyrramálið skýrslu hverjir geta hvað. Það voru mikil hlaup á sumum og það gætu verið einhverjar breytingar og mjög líklega einhverjar en ég ætla ekki að velja lið fyrir Spánverjana fyrr en bara eftir tvo daga,“ sagði Arnar Þór að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Finnland - Ísland 1-1 | Stál í stál í Murcia Íslenska A-landslið karla í fótbolta spilaði æfingaleik gegn Finnlandi á Spáni í dag. Leikurinn var nokkuð daufur en liðin skildu jöfn að lokum, 1-1. 26. mars 2022 19:15