Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að enska úrvalsdeildin hefði hafnað beiðni Burnley um félagaskipti fyrir Moses.
Hinn 31 árs gamli Moses vill komast frá Moskvu hið snarasta og ætti að geta fengið félagaskipti þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður en FIFA og UEFA gerðu sérstaka reglu vegna stríðsátakanna þess efnis að allir leikmenn rússnesku úrvalsdeildarinnar geti skipt um félag til 30.júní.
Sky Sports understands that the Premier League are blocking Burnley s bid to rescue Victor Moses from Russia distress as the player is seeking a transfer away from Russian side Spartak Moscow. pic.twitter.com/dyyNnDzT1F
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 26, 2022
Samkvæmt heimildum SkySports er enska úrvalsdeildin ekki tilbúin að samþykkja félagaskiptin þar sem þau mynda brjóta gegn íþróttaheiðarleika úrvalsdeildarinnar (e. the sporting integrity of the competition). Burnley er í harðri fallbaráttu um þessar mundir.
Sama hefur verið upp á teningnum í ítölsku úrvalsdeildinni og þeirri þýsku þar sem þær deildir hafa meinað félögum að nýta sér undanþágureglur FIFA og bera fyrir sig sömu ástæðum og Bretarnir.
Spænska úrvalsdeildin hefur verið tilbúin að samþykkja félagaskipti frá Rússlandi og eins gekk Króatinn Filip Uremovic í raðir enska B-deildarliðsins Sheffield United frá Rubin Kazan á dögunum.