Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Kolbeinn Tumi verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins. 
Kolbeinn Tumi verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins. 

Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Hernaðaraðstoð aðildarríkjanna við Úkraínu verður aukin en ekki nægjanlega að mati forseta landsins.

Ítarlega verður fjallað um stríðið í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og meðal annars rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem sat leiðtogafund NATO í dag.

Þá gæti íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttamönnum frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg.

Við kíkjum einnig á Alþingi þar sem nýgræðingar hafa farið fram á ýmsar úrbætur í sinni persónulegu starfsaðstöðu, sem og í miðbæ Reykjavíkur en hann verður um stundarsakir undirlagður tökuliði vegna stórmyndar sem verður tekin upp hér í apríl. Um er að ræða stærsta kvikmyndaverkefni í sögu Reykjavíkur.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×