Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 17:22 Sjúkratryggingar Íslands Vísir/Vilhelm Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Í fréttatilkynningu Sjúkratrygginga er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra, að gögn um hópinn hafi borist í gær en um er að ræða tuttugu einstaklinga. Lagt var kapp á að klára alla skráningu samdægurs og tryggingin er virk frá og með deginum í dag. Þá er enn fremur sagt frá því í tilkynningu Sjúkratrygginga að gert sé ráð fyrir að vera með fulltrúa í miðstöðinni í Domus Medica til að taka þátt í móttöku flóttamannanna. Fulltrúarnir geti þá gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpartækja og lyfjakorta, greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og fleira sem þörf er á. Í gær var greint frá því að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 377 einstaklingar sótt um vernd hér á landi og að á næstu vikum sé búist við 400 til 900 í viðbót. Í tilkynningu Sjúkratrygginga er tekið fram að flóttamenn, eins og aðrir, hafa alltaf aðgang að bráðaþjónustu óháð því hvort sjúkratrygging er frágengin. Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Sjúkratryggingar hafi verið í samstarfi við heilbrigðistryggingar í öðrum löndum enda flókið verkefni að tryggja milljónum manns þjónustu sem hafa flúið Úkraínu. Þá kemur fram að flestir flóttamannanna hyggist reyna að snúa aftur til síns heima um leið og stríðsátökunum lýkur. „Móttaka þessa flóttafólks er stórt verkefni fyrir samfélagið í heild, ekki síst heilbrigðiskerfið. Við höfum lagt kapp á að tryggja skjóta afgreiðslu þannig að þessi viðkvæmi hópur geti haft greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, enda má reikna með að margir innan hópsins séu í brýnni þörf fyrir ýmis konar aðstoð,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur í tilkynningu Sjúkratrygginga. „Fjölmörg ungabörn eru í hópnum og þau ganga inn í öflugt ungbarnaeftirlit sem við höfum hér á landi. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og við höfum átt frábært samstarf við Rauða krossinn, Útlendingastofnun, Heilsugæsluna, Þjóðskrá, íslenska sjálfboðaliða og alla aðra sem að þessu koma,“ segir María enn fremur. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Í fréttatilkynningu Sjúkratrygginga er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra, að gögn um hópinn hafi borist í gær en um er að ræða tuttugu einstaklinga. Lagt var kapp á að klára alla skráningu samdægurs og tryggingin er virk frá og með deginum í dag. Þá er enn fremur sagt frá því í tilkynningu Sjúkratrygginga að gert sé ráð fyrir að vera með fulltrúa í miðstöðinni í Domus Medica til að taka þátt í móttöku flóttamannanna. Fulltrúarnir geti þá gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpartækja og lyfjakorta, greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og fleira sem þörf er á. Í gær var greint frá því að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 377 einstaklingar sótt um vernd hér á landi og að á næstu vikum sé búist við 400 til 900 í viðbót. Í tilkynningu Sjúkratrygginga er tekið fram að flóttamenn, eins og aðrir, hafa alltaf aðgang að bráðaþjónustu óháð því hvort sjúkratrygging er frágengin. Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Sjúkratryggingar hafi verið í samstarfi við heilbrigðistryggingar í öðrum löndum enda flókið verkefni að tryggja milljónum manns þjónustu sem hafa flúið Úkraínu. Þá kemur fram að flestir flóttamannanna hyggist reyna að snúa aftur til síns heima um leið og stríðsátökunum lýkur. „Móttaka þessa flóttafólks er stórt verkefni fyrir samfélagið í heild, ekki síst heilbrigðiskerfið. Við höfum lagt kapp á að tryggja skjóta afgreiðslu þannig að þessi viðkvæmi hópur geti haft greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, enda má reikna með að margir innan hópsins séu í brýnni þörf fyrir ýmis konar aðstoð,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur í tilkynningu Sjúkratrygginga. „Fjölmörg ungabörn eru í hópnum og þau ganga inn í öflugt ungbarnaeftirlit sem við höfum hér á landi. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og við höfum átt frábært samstarf við Rauða krossinn, Útlendingastofnun, Heilsugæsluna, Þjóðskrá, íslenska sjálfboðaliða og alla aðra sem að þessu koma,“ segir María enn fremur.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira