Styttist í Stórmeistaramótið í CS:GO: „Þetta er keppnin sem allir eru búnir að bíða eftir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 23:31 Tómas Jóhannsson (t.v.) og Kristján Einar Kristjánsson (t.h.) fóru stuttlega yfir Stórmeistaramótið í CS:GO sem framundan er. Stöð 2 eSport Eftir viðureignir gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO ræddu þeir Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson, sérfræðingar deildarinnar, stuttlega um Stórmeistaramótið sem framundan er. Efstu fjögur lið Ljósleiðaradeildarinnar vinna sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Liðið sem lendir í níunda sæti fer í umspil við annað sæti 1. deildarinnar og tíunda og neðsta liðið fellur beint niður. Dusty hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og á því öruggt sæti á Stórmeistaramótinu. Þór og Vallea sitja í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar og hafa einnig tryggt þáttökurétt sinn á mótinu, og í gær tryggði Ármann sér fjórða og seinasta lausa sætið. „Það er bara þannig. Stóri, stóri bikarinn, Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Kristján Einar í útsendingunni í gær. „Dusty er búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, en Íslandsmeistaratitillinn er enn í boði. Þetta er bara eins og við þekkjum úr körfunni og svona, það er bara hörku úrslitakeppni.“ Tómas tók í sama streng og virtist jafnvel enn spenntari en kollegi sinn. „Það er nefnilega það sem við viljum,“ sagði Tómas. „Að sjálfsögðu viljum við alveg geggjaða baráttu um þennan Íslandsmeistaratitil því þetta er keppnin sem allir eru búnir að bíða eftir og gíra sig upp í á meðan að tímabilið stendur yfir. Mér sýnist öll liðin vera orðin alveg vel heit.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Styttist í Stórmeistaramótið Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn
Efstu fjögur lið Ljósleiðaradeildarinnar vinna sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Liðið sem lendir í níunda sæti fer í umspil við annað sæti 1. deildarinnar og tíunda og neðsta liðið fellur beint niður. Dusty hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og á því öruggt sæti á Stórmeistaramótinu. Þór og Vallea sitja í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar og hafa einnig tryggt þáttökurétt sinn á mótinu, og í gær tryggði Ármann sér fjórða og seinasta lausa sætið. „Það er bara þannig. Stóri, stóri bikarinn, Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Kristján Einar í útsendingunni í gær. „Dusty er búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, en Íslandsmeistaratitillinn er enn í boði. Þetta er bara eins og við þekkjum úr körfunni og svona, það er bara hörku úrslitakeppni.“ Tómas tók í sama streng og virtist jafnvel enn spenntari en kollegi sinn. „Það er nefnilega það sem við viljum,“ sagði Tómas. „Að sjálfsögðu viljum við alveg geggjaða baráttu um þennan Íslandsmeistaratitil því þetta er keppnin sem allir eru búnir að bíða eftir og gíra sig upp í á meðan að tímabilið stendur yfir. Mér sýnist öll liðin vera orðin alveg vel heit.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Styttist í Stórmeistaramótið
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn