Tíska og hönnun

Farðar sig oftast í bílnum á leiðinni og nýtir öll rauð ljós

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þórunn Antonía er gestur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu.
Þórunn Antonía er gestur í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu. Undireins

„Allt sem ég nota á andlitið á mér, ég set það líka á brjóstin og rassinn,“ segir leik- og söngkonan Þórunn Antonía.

„Húðin er stærsta líffærið okkar og við verðum að hugsa vel um hana. Rosalega mikilvægt finnst mér að þurrbursta húðina vel.“

Ingunn Sig og Heiður Ósk heimsækja Þórunni í nýjasta þættinum af Snyrtiborðinu. Þórunn er þekkt fyrir litríkan stíl og uppáhalds liturinn hennar er bleikur. Hún hugsar vel um húðina og þá sérstaklega að gefa henni raka.

„Það mikilvægasta fyrir varaumhirðu er að drekka vatn.“

Þegar þær fara að ræða förðun viðurkennir Þórunn að hún farðar sig oftast í flýti.

„Ég mála mig yfirleitt í bílnum á leiðinni á staði. Ég hoppa í bað, set á mig Marc Inbane brúnkukrem og eitthvað og hendi mér í fötin. Ég er oft með hælana í poka og svo mála ég mig á hverju rauðu ljósi sem ég stoppa á.“

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar spjallar hún meðal annars um uppáhalds förðunarvörurnar sínar, varalitinn sem gerði allt vitlaust eftir dramaviðtal, það besta sem hún notar við bólum og margt fleira.

Klippa: Snyrtiborðið - Þórunn Antonía

Tengdar fréttir

Fjögur algeng förðunarmistök

Ingunn Sig og Heiður Ósk í HI Beuty tóku saman fjögur algeng förðunarmistök sem þær sjá reglulega. Þær hafa báðar unnið í mörg ár í förðunarbransanum hér á landi og eru einnig eigendur Reykjavík Makeup School. Þættirnir þeirra Snyrtiborðið, eru sýndir á Vísi alla miðvikudaga.

Svona birtir þú yfir andlitinu með einni vöru

Í hverjum þætti af Snyrtiborðinu með HI beauty gefa þær Ingunn Sig og Heiður Ósk góð ráð tengd förðun. Í sjöunda þætti talaði Ingunn um ljóma á nefið með highlighter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.