Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Í kvöldfréttum höldum við áfram að fjalla um afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu en nú hafa um 3,5 milljónir manna, aðallega konur og börn, flúið landið. Rússneskir hermenn skutu á mótmælendur í borginni Kherson í gær og kallar Zelenskyy forseti Úkraínu rússneska hermenn þræla áróðurs Putiins sem skjóti á frjálst fólk.

Við heyrum einnig í konu sem flúði hryllinginn í Mariupol sem segir skelfilegt að horfa upp á borgina í rúst eftir linnulausar loftárásir Rússa.

Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gera þurfi betur í heilbriðgisþjónustu á landsbyggðinni eftir að rúmlega tveggja ára stúlka lést af völdum covid sýkingar á Þórshöfn í síðustu viku. Foreldrar stúlkunnar geta ekki hugsað sér að búa þar áfram.

Í kvöldfréttum greinum við frá nákvæmustu kortlagningu óbyggða landsins sem kynnt var í dag. Jaðfræðingur segir hana geta nýst mjög vel við friðlýsingar landsvæða í framtíðinni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum okkar á Bylgjunni og Stöð 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×