Seinni bylgjan ræðir ummæli Stefáns um Emma sé að flýja Ísland út af dómgæslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 12:00 Emma Olsson sést hér eftir að hún fékk rauða spjaldið í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Hulda Margrét Þjálfari kvennaliðs Fram segir einn besta leikmann sinn og deildarinnar verða að yfirgefa íslensku Olís-deildina út af framkomu dómara við sig í vetur. Seinni bylgjan ræddi þessi ummæli Stefáns Arnarsonar. „Stefán Arnarson kom aðeins inn á fjarveru Emmu í viðtali fyrir leik,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og hún sýndi svo viðtalið við Stefán. „Emma er í leikbanni sem er mjög slæmt. Hún er búin að vera mjög sterk og er búin að koma sterkt inn í íslenskan handbolta. Verra er það að hún er með tveggja ára samning hjá Fram en hún er búin að segja okkur að hún ætli ekki að vera hérna áfram af því að henni finnst framkoma dómara í sinn garð vera þannig að hún ætli ekki að spila á Íslandi áfram,“ sagði Stefán Arnarson en er hún þá bara farin? „Hún mun klára þetta tímabil,“ svaraði Stefán og útskýrði síðan aðeins betur. „Það er styrkur fyrir íslensku deildina að fá svona góða leikmenn. Bæði fyrir Fram og fyrir kvennahandboltann. Þá er leiðinlegt að missa leikmenn út af svona,“ sagði Stefán. Hvað fannst sérfræðingum Seinni bylgjunnar um þessi ummæli Stefáns. „Þetta er bara væl,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég hef alveg skoðað fullt af þessum brotum hjá henni í vetur og þau hafa bara verið klaufaleg og gróf. Er ekki bara einhver önnur ástæða fyrir því að hún sé að fara,“ spurði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún er stundum bara of kappsöm,“ sagði Sólveig Lára og bætti við: „Ég væri til í að Framara tækju þá saman klippur með dæmum svo við gætum skoðað það,“ sagði Sólveig. „Það væri alveg áhugavert,“ spurði Sigurlaug. Seinni bylgjan skoðaði einhver brot hjá Emmu í vetur en það má sjá þau og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson og dómarar Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
„Stefán Arnarson kom aðeins inn á fjarveru Emmu í viðtali fyrir leik,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar og hún sýndi svo viðtalið við Stefán. „Emma er í leikbanni sem er mjög slæmt. Hún er búin að vera mjög sterk og er búin að koma sterkt inn í íslenskan handbolta. Verra er það að hún er með tveggja ára samning hjá Fram en hún er búin að segja okkur að hún ætli ekki að vera hérna áfram af því að henni finnst framkoma dómara í sinn garð vera þannig að hún ætli ekki að spila á Íslandi áfram,“ sagði Stefán Arnarson en er hún þá bara farin? „Hún mun klára þetta tímabil,“ svaraði Stefán og útskýrði síðan aðeins betur. „Það er styrkur fyrir íslensku deildina að fá svona góða leikmenn. Bæði fyrir Fram og fyrir kvennahandboltann. Þá er leiðinlegt að missa leikmenn út af svona,“ sagði Stefán. Hvað fannst sérfræðingum Seinni bylgjunnar um þessi ummæli Stefáns. „Þetta er bara væl,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég hef alveg skoðað fullt af þessum brotum hjá henni í vetur og þau hafa bara verið klaufaleg og gróf. Er ekki bara einhver önnur ástæða fyrir því að hún sé að fara,“ spurði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún er stundum bara of kappsöm,“ sagði Sólveig Lára og bætti við: „Ég væri til í að Framara tækju þá saman klippur með dæmum svo við gætum skoðað það,“ sagði Sólveig. „Það væri alveg áhugavert,“ spurði Sigurlaug. Seinni bylgjan skoðaði einhver brot hjá Emmu í vetur en það má sjá þau og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Emma Olsson og dómarar
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira