Landsliðsþjálfari Norðmanna á móti gervigrasi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 13:30 Stale Solbakken var ekkert að fela sínar skoðanir á gervigrasvöllum Norðmanna. EPA-EFE/Ali Zare Hæstráðandi í norska fótboltalandsliðinu og eftirmaður Lars Lagerbäck segir norskan fótbolta hafa tapað milljörðum íslenskra króna á því að spila svona mikið á gervigrasi. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, er með mjög sterkar skoðanir þegar kemur að því að leika á náttúrulegu grasi eða gervigrasi. Hann er líka alveg til í að láta þær í ljós í viðtölum við norska fjölmiðla eins og kom í ljós í gær. Ståle Solbakken om økningen av kunstgressbaner i norsk toppfotball: "Fotball skal spilles på gress. Det er underlaget hvor alle spillere vil spille (...). Jeg skjønner ikke hvorfor det ikke er en stor prioriteringssak når hele verden spiller på gress." pic.twitter.com/S3IE9C0Wrp— Fotball Norge (@FotballNO) March 21, 2022 Solbakken hefur kallað saman norska landsliðið í þessum landsleikjaglugga og ræddi þar stöðu norska fótboltans við blaðamenn. Solbakken er á því að það sé ástæða fyrir því að Noregur eigi ekki fleiri leikmenn eins og súperframherjann Erling Braut Haaland. Jú hann kennir gervigrasinu um. Solbakken er harður á því að ef að leikir í norsku úrvalsdeildinni hefðu farið fram á grasi en ekki gervigrasi þá hefði Noregur búið til fleiri stjörnuleikmenn eins og Haaland. Ståle Solbakken har selvsagt helt rett.Fotball på kunstgress er et annet spill!!! Hele Europa ler av oss Skulle vært påbudt i alle fall i øverst divisjon.Men unntak i Tromsø og Bodø!!https://t.co/ZGNRteV8my— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) March 21, 2022 „Noregur hefur tapað hundruð milljóna norskra króna í peningum frá sölu leikmanna vegna gervigrassins af því að það hefur hindrað okkur í búa til leikmenn. Það er á hreinu,“ sagði Ståle Solbakken í viðtali sem Dagbladet segir meðal annars frá. „Það er allt öðruvísi leikur á gervigrasi en á náttúrulegu grasi. Ég tel að leiðtogar félaganna hafi sofnað á verðinum. Þjálfara í Noregi hafa sofnað á verðinum. Blaðamenn hafa sofnað á verðinum. Fótbolti á að vera spilaður á grasi,“ sagði Solbakken. „Þú verður að gera eins og þeir gera hjá Lillestrøm. Að vera með langtímamarkmið í gangi. Ég skil vel að þetta snýst um fjármál. Það sem ég skil ekki af hverju þetta er ekki í forgangi. Allur heimurinn spilar á grasi. Þar er keppt. Gras er því mikilvægt til að þjálfa upp annars konar leikmenn eins og miðjumenn og framherja. Við getum ekki aðeins átt skapandi miðjumenn sem eru góðir með boltann,“ sagði Solbakken. Blaðamaður norska dagblaðsins stóðst þó ekki freistinguna og sagði að eftir viðtalið þá hafi Solbakken farið með norska landsliðið á æfingu, á gervigrasi. Fotball skal spilles på naturgress og ikke kunstgress, mener landslagstrener Ståle Solbakken. @RBKfotball @LillestromSK @FKHaugesund @sfjfotball @FKJerv @kjernencom @kanarifansen https://t.co/dVSzd1biQP— Dagbladet Sport (@db_sport) March 21, 2022 Norski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, er með mjög sterkar skoðanir þegar kemur að því að leika á náttúrulegu grasi eða gervigrasi. Hann er líka alveg til í að láta þær í ljós í viðtölum við norska fjölmiðla eins og kom í ljós í gær. Ståle Solbakken om økningen av kunstgressbaner i norsk toppfotball: "Fotball skal spilles på gress. Det er underlaget hvor alle spillere vil spille (...). Jeg skjønner ikke hvorfor det ikke er en stor prioriteringssak når hele verden spiller på gress." pic.twitter.com/S3IE9C0Wrp— Fotball Norge (@FotballNO) March 21, 2022 Solbakken hefur kallað saman norska landsliðið í þessum landsleikjaglugga og ræddi þar stöðu norska fótboltans við blaðamenn. Solbakken er á því að það sé ástæða fyrir því að Noregur eigi ekki fleiri leikmenn eins og súperframherjann Erling Braut Haaland. Jú hann kennir gervigrasinu um. Solbakken er harður á því að ef að leikir í norsku úrvalsdeildinni hefðu farið fram á grasi en ekki gervigrasi þá hefði Noregur búið til fleiri stjörnuleikmenn eins og Haaland. Ståle Solbakken har selvsagt helt rett.Fotball på kunstgress er et annet spill!!! Hele Europa ler av oss Skulle vært påbudt i alle fall i øverst divisjon.Men unntak i Tromsø og Bodø!!https://t.co/ZGNRteV8my— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) March 21, 2022 „Noregur hefur tapað hundruð milljóna norskra króna í peningum frá sölu leikmanna vegna gervigrassins af því að það hefur hindrað okkur í búa til leikmenn. Það er á hreinu,“ sagði Ståle Solbakken í viðtali sem Dagbladet segir meðal annars frá. „Það er allt öðruvísi leikur á gervigrasi en á náttúrulegu grasi. Ég tel að leiðtogar félaganna hafi sofnað á verðinum. Þjálfara í Noregi hafa sofnað á verðinum. Blaðamenn hafa sofnað á verðinum. Fótbolti á að vera spilaður á grasi,“ sagði Solbakken. „Þú verður að gera eins og þeir gera hjá Lillestrøm. Að vera með langtímamarkmið í gangi. Ég skil vel að þetta snýst um fjármál. Það sem ég skil ekki af hverju þetta er ekki í forgangi. Allur heimurinn spilar á grasi. Þar er keppt. Gras er því mikilvægt til að þjálfa upp annars konar leikmenn eins og miðjumenn og framherja. Við getum ekki aðeins átt skapandi miðjumenn sem eru góðir með boltann,“ sagði Solbakken. Blaðamaður norska dagblaðsins stóðst þó ekki freistinguna og sagði að eftir viðtalið þá hafi Solbakken farið með norska landsliðið á æfingu, á gervigrasi. Fotball skal spilles på naturgress og ikke kunstgress, mener landslagstrener Ståle Solbakken. @RBKfotball @LillestromSK @FKHaugesund @sfjfotball @FKJerv @kjernencom @kanarifansen https://t.co/dVSzd1biQP— Dagbladet Sport (@db_sport) March 21, 2022
Norski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira