Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 klukkan hálf sjö verður rætt við foreldra tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19. Þeir telja að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega.

Við fylgjumst með þróun mála í Úkraínu en talið er að allt að 10 milljónir séu á flótta þar. Rætt verður við konu frá Úkraínu sem búsett er hér á landi en íbúð sem hún átti þar var sprengd upp í vikunni.

Ekki eru allir sáttir við fyrirhugaðann flutning eina garðyrkjuskóla landsins frá Ölfusi til Selfoss. Magnús Hlynur kynnir sér málið.

Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30, í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×