Titilvörn Max Verstappen í Formúlu 1 hefst í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. mars 2022 07:00 Max Verstappen fangar eftir sigur í Abu Dabi í fyrra. Keppnistímabil Formúlu 1 hefst í dag. Max Verstappen hefur titilvörn sína og Kevin Magnussen snýr aftur til liðs við Haas liðið, þá kemur ofur-varamaðurinn Nico Hulkenberg til með að aka í stað Sebastian Vettel hjá Aston Martin, þar sem Vettel greindist með Covid í vikunni. Formúlu 1 kappaksturinn í Barein hefst klukkan 15:00 í dag. Fyrsta áskorunin fyrir Magnussen og félaga hans verður kappaksturinn í Barein, þar sem Daninn náði fimmta sæti með með góðum akstri árið 2018. Magnussen náði hraðasta hringnum á síðasta prufudeginum í síðustu viku og það er enginn vafi á því að fyrsti kappaksturinn á tímabilinu verður áhugaverður. Lewis Hamilton og Max Verstappen háðu dramatíska titilbaráttu á síðasta ári, sem endaði með sigri Hollendingsins. Það verður örugglega enginn afsláttur af dramatíkinni þetta árið, eftir því sem keppnistímabilinu vindur fram. Upphitunin hófst vikunni með frumsýningu ‘Verstappen – Master of the Track’, á Viaplay þar sem áhorfendur fá að skyggnast bakvið tjöldin og fylgjast með Max Verstappen greina allar Formúlu 1 brautirnar 22 með einstökum hætti. Verstappen hefur veitt Viaplay mikinn aðgang að sér. Viaplay hefur fengið að sérlega góðan aðgang að Verstappen og fylgst með honum æfa í kappakstursherminum. Áhorfendur fá nú að njóta afraksturs þess í Viaplay-þáttaröðinni ‘Verstappen – Master of the Track’. Þar leiðir Verstappen áhorfendur í gegnum hverja beygju, mishæð og miserfiðar áskoranir á öllum keppnisbrautunum. „Það var mjög gaman að fara í gegnum brautirnar í herminum í höfuðstöðvum Redline-liðsins. Með því að fylgjast mér keyra í gegnum hverja braut geta áhorfendur lært meira um brautirnar og verið betur undirbúnir fyrir keppnishelgina,“ sagði Verstappen. Formúla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent
Fyrsta áskorunin fyrir Magnussen og félaga hans verður kappaksturinn í Barein, þar sem Daninn náði fimmta sæti með með góðum akstri árið 2018. Magnussen náði hraðasta hringnum á síðasta prufudeginum í síðustu viku og það er enginn vafi á því að fyrsti kappaksturinn á tímabilinu verður áhugaverður. Lewis Hamilton og Max Verstappen háðu dramatíska titilbaráttu á síðasta ári, sem endaði með sigri Hollendingsins. Það verður örugglega enginn afsláttur af dramatíkinni þetta árið, eftir því sem keppnistímabilinu vindur fram. Upphitunin hófst vikunni með frumsýningu ‘Verstappen – Master of the Track’, á Viaplay þar sem áhorfendur fá að skyggnast bakvið tjöldin og fylgjast með Max Verstappen greina allar Formúlu 1 brautirnar 22 með einstökum hætti. Verstappen hefur veitt Viaplay mikinn aðgang að sér. Viaplay hefur fengið að sérlega góðan aðgang að Verstappen og fylgst með honum æfa í kappakstursherminum. Áhorfendur fá nú að njóta afraksturs þess í Viaplay-þáttaröðinni ‘Verstappen – Master of the Track’. Þar leiðir Verstappen áhorfendur í gegnum hverja beygju, mishæð og miserfiðar áskoranir á öllum keppnisbrautunum. „Það var mjög gaman að fara í gegnum brautirnar í herminum í höfuðstöðvum Redline-liðsins. Með því að fylgjast mér keyra í gegnum hverja braut geta áhorfendur lært meira um brautirnar og verið betur undirbúnir fyrir keppnishelgina,“ sagði Verstappen.
Formúla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent