Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Í kvöldfréttatíma okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö förum við yfir ástandið í Úkraínu en nú eru um 300 þúsund manns innlyksa í Maríupól á meðan rússneskir hermenn sprengja sjúkrahús, kirkjur og íbúðahús þar.

Við ræðum við talsmann ríflega tvö hundruð sjálfboðaliða hér á landi sem hafa undanfarnar vikur aðstoðað flóttafólk frá Úkraínu. Þeir sjá um mötuneyti, ætla að opna húsnæði fyrir börn flóttafólks, reka kaffihús og sjá um alls herjar reddingar fyrir fólkið. Hann gagnrýnir seinagang Útlendingastofnunar í ýmsum málum.

Fjallað verður um að heilu hverfunum í stórborgum Kína hefur verið lokað af vegna ómíkron-bylgju sem ríður yfir landið. Íslensk kona í Sjanghæ má ekki yfirgefa háskólasvæði nema í brýnni neyð.

Á þessum degi fyrir ári hófst eldgosið í Geldingadölum. Gosið varð það langlífasta á 21. öld þó að vísindamenn hafi kallað það ræfilslegt. Við sýnum myndir í fréttatímanum sem sýna að það var nú allt annað en ræfilslegt.

Við verðum í beinni útsendingu frá undirbúningi hlustendaverðlaunanna sem verða í kvöld þar sem stærstu nöfn íslenskrar tónlistar verða verðlaunuð fyrir framlag sitt á árinu. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum okkar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×