Ellefu ára fjárfestir: „Ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig“ Elísabet Hanna skrifar 18. mars 2022 14:31 Arnaldur Kjárr Arnþórsson á framtíðina fyrir sér í viðskiptalífinu. Skjáskot Arnaldur Kjárr Arnþórsson er ellefu ára fjárfestir í stórfyrirtækjum sem byrjaði í viðskiptum aðeins sjö ára gamall en hann er meðal annars að safna sér fyrir íbúð í framtíðinni. Einnig fjárfesti Arnaldur í smá landi í Skotlandi sem að hans sögn gefur honum titilinn lávarður. Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu. Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira
Byrjaði í bransanum sjö ára Hann byrjaði sjö ára að selja sælgæti í hverfinu sínu því hann langaði í vasapeninga og fékk fljótt hagnað sem hann safnaði og hefur svo síðustu ár fjárfest og aukið fjármuni sína á ótrúlegan hátt. „Sumum fannst þetta mjög flott, það voru líka sumir sem sögðu að þau styrktu bara íþróttafélög en já þetta gekk samt vel.“ Sagði Arnaldur um upphafið á sælgætisferlinum þar sem hann labbaði á milli húsa að selja góðgæti. Hann segist hafa sagt fólki sem spurði að hann væri ekki að safna fyrir félag heldur fyrir sjálfan sig í framtíðinni til að geta keypt íbúð. Í dag hefur hann nýtt hagnaðinn meðal annars í að fjárfesta í stórfyrirtækjum á borð við Google, Netflix, Tesla og fleiri risa fyrirtækjum. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Ólafsdóttir (@beddarinn) Langar stundum í nammið en vill ekki svíkja sig Eins og aðrir frumkvöðlar þurfti Arnaldur fjárfesti í sælgætisstarfsemina til að koma henni í gang og var það pabbi hans sem tók áhættuna með frumkvöðlinum. Aðspurður hvort að honum finnist aldrei freistandi að borða allt nammið sem hann er að selja segir Arnaldur: „Mig hefur oft langað til að gera það, eins og þegar ég fæ mikinn bónus þá langar mig oft til að gera það en ég veit að ef ég geri það ekki þá græði ég meiri pening og ég væri bara að svíkja sjálfan mig.“ Arnaldur er lávarður Þegar Arnaldur var að horfa á Youtube myndband fékk hann innblástur til þess að kaupa smá skoskt land og sendi á foreldra sína að það ætlaði hann að gera og fjárfesti í landinu fyrir nafnbótina sem því fylgir. Elísabet Ólafsdóttir mamma hans segir hann strax hafa sent eftirfarandi skilaboð á fjölskylduspjallið eftir þáttinn: „Ég á pening, ég vil kaupa þetta, you shall call me lord.“ Ungi viðskipta mógullinn ræddi við Völu Matt í Ísland í dag og má sjá viðtalið í heild sinni hér að neðan þar sem hann fer meðal annars yfir markaðinn með Völu.
Ísland í dag Krakkar Tengdar fréttir „Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Ragga Sveins snýr aftur til Íslands „Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni“ Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Sjá meira
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. 16. mars 2022 17:31