Audi mögulega með pallbíl í pípunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. mars 2022 07:01 Hugmyndabíllinn Audi AI:trail frá 2019 Framkvæmdastjóri þýska bílaframleiðandans Audi, Markus Duesmann hefur staðfest að Audi sé að skoða að smíða pallbíl. Audi vill smíða keppinaut fyrir Ford Ranger pallbílinn. Aðspurður hvort það væri möguleiki á Audi pallbíl, sagði Duesmann: „Ég get ekki lofað því en við erum að skoða það.“ Hann var ásamt öðrum framkvæmdastjórum Audi Goup merkjanna, Bentley, Ducati og Lamborghini að kynna ársreikning félagsins. Ekki tókst viðstöddum blaðamönnum að draga frekari upplýsingar upp úr Duesmann eftir að hafa komið viðstöddum á óvart með þessum fréttum. Markus Duesmann framkvæmdastjóri Audi. „Við munum kynna eftir ekki svo langan tíma, hugsanlega eitthvað,“ bætti Duesmann við. Hvort sem hann átti við að frumgerð af bílnum væri reiðubúin eða að hugmyndin um Audi pallbíl yrði kynnt formlega er enn óljóst. Einn möguleikinn er að Audi nýti sambandið við Volkswagen og Audi-væði Volkswagen Amarok pallbílinn sem er byggður á Ford Ranger, sem Audi vill keppa við með sínum meinta pallbíl. Annar möguleiki er að Audi smíði bíl sem líkist meira AI:Trail hugmyndabíl sem Audi kynnti árið 2019. Sá hugmyndabíll var rafpallbíll með fjórða stigs sjálfkeyrslufærni. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Aðspurður hvort það væri möguleiki á Audi pallbíl, sagði Duesmann: „Ég get ekki lofað því en við erum að skoða það.“ Hann var ásamt öðrum framkvæmdastjórum Audi Goup merkjanna, Bentley, Ducati og Lamborghini að kynna ársreikning félagsins. Ekki tókst viðstöddum blaðamönnum að draga frekari upplýsingar upp úr Duesmann eftir að hafa komið viðstöddum á óvart með þessum fréttum. Markus Duesmann framkvæmdastjóri Audi. „Við munum kynna eftir ekki svo langan tíma, hugsanlega eitthvað,“ bætti Duesmann við. Hvort sem hann átti við að frumgerð af bílnum væri reiðubúin eða að hugmyndin um Audi pallbíl yrði kynnt formlega er enn óljóst. Einn möguleikinn er að Audi nýti sambandið við Volkswagen og Audi-væði Volkswagen Amarok pallbílinn sem er byggður á Ford Ranger, sem Audi vill keppa við með sínum meinta pallbíl. Annar möguleiki er að Audi smíði bíl sem líkist meira AI:Trail hugmyndabíl sem Audi kynnti árið 2019. Sá hugmyndabíll var rafpallbíll með fjórða stigs sjálfkeyrslufærni.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent