Hafnar kröfum Viðars og segir hann þurfa þurfi að sætta sig við að ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2022 23:49 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður félagsins. Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður Eflingar, hafnaði í byrjun mars kröfu Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, um afsökunarbeiðni vegna ásakana um fjármálamisferli og lögbrot í störfum hans sem framkvæmdastjóri. Jafnframt fór Viðar fram á að Agnieszka myndi upplýsa sig um eðli meintra ásakana á hendur honum og leiðrétta ummæli sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar í febrúar. Í bréfi sem var sent Viðari fyrir hönd Agnieszku segir að hún beri ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður stéttarfélagsins og halda stjórn og trúnaðarráði upplýstu um þau. Þá var vísað til þess að hún njóti tjáningarfrelsis í samræmi við stjórnarskrá. Einnig segir að Viðar þurfi að sætta sig við það að störf hans, fjárhagslegar ákvarðanir og ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu hjá formanni og stofnunum Eflingar. Hótaði að fara með málið fyrir dómstóla Í bréfi sem lögfræðingur Viðars sendi Agnieszku þann 22. febrúar, og fréttastofa hefur jafnframt undir höndum, segir að til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla ef formaðurinn verði ekki við áðurnefndum kröfum. Málið varðar ummæli sem Agnieszka á að hafa látið falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar síðastliðinn. Í bréfi til Agnieszku er fullyrt að hún hafi á fundinum sakað Viðar um að „hafa á einhvern hátt misfarið með fé félagsins og/eða brotið lög í tengslum við vefsíðugerð fyrir Eflingu meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eflingar.“ Þá hafi verið fullyrt að reikningarnir hafi ekki verið samþykktir með eðlilegum hætti. Viðar segir þetta rangar og alvarlegar ásakanir sem Agnieszka hafi látið falla við önnur tækifæri. Snýst málið um samning Eflingar við Andra Sigurðssonar og fyrirtæki hans Sigur vefstofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ýjað að því á áðurnefndum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að Agnieszka væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn var sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Óskað eftir úttekt endurskoðenda Í kjölfar fundar trúnaðarráðs óskaði Efling eftir því að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte myndi yfirfara viðskipti stéttarfélagsins við Sigur vefstofu. Að sögn Viðars gerði fyrirtækið engar athugasemdir við viðskiptin. Í kjölfarið hafi stjórn Eflingar samþykkt að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt. Sjálfur hefur Viðar sagt að ekkert athugavert sé við viðskipti Eflingar við vefhönnunarfyrirtækið sem hafi útbúið nýja vefsíðu fyrir félagið og sinnt öðrum verkefnum tengdum vefsíðugerð og hönnunarvinnu. Reikningum hafi fylgt tímaskýrslur og þeir samþykktir af starfsmönnum og stjórnendum sem til þess höfðu umboð. Samþykkt reikninga hafi verið í samræmi við verkferla sem unnið hafi verið eftir á skrifstofunni og vinnan í fæstum tilvikum verið framkvæmd að ósk Viðars. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53 Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Jafnframt fór Viðar fram á að Agnieszka myndi upplýsa sig um eðli meintra ásakana á hendur honum og leiðrétta ummæli sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar í febrúar. Í bréfi sem var sent Viðari fyrir hönd Agnieszku segir að hún beri ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður stéttarfélagsins og halda stjórn og trúnaðarráði upplýstu um þau. Þá var vísað til þess að hún njóti tjáningarfrelsis í samræmi við stjórnarskrá. Einnig segir að Viðar þurfi að sætta sig við það að störf hans, fjárhagslegar ákvarðanir og ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu hjá formanni og stofnunum Eflingar. Hótaði að fara með málið fyrir dómstóla Í bréfi sem lögfræðingur Viðars sendi Agnieszku þann 22. febrúar, og fréttastofa hefur jafnframt undir höndum, segir að til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla ef formaðurinn verði ekki við áðurnefndum kröfum. Málið varðar ummæli sem Agnieszka á að hafa látið falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar síðastliðinn. Í bréfi til Agnieszku er fullyrt að hún hafi á fundinum sakað Viðar um að „hafa á einhvern hátt misfarið með fé félagsins og/eða brotið lög í tengslum við vefsíðugerð fyrir Eflingu meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eflingar.“ Þá hafi verið fullyrt að reikningarnir hafi ekki verið samþykktir með eðlilegum hætti. Viðar segir þetta rangar og alvarlegar ásakanir sem Agnieszka hafi látið falla við önnur tækifæri. Snýst málið um samning Eflingar við Andra Sigurðssonar og fyrirtæki hans Sigur vefstofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ýjað að því á áðurnefndum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að Agnieszka væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn var sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Óskað eftir úttekt endurskoðenda Í kjölfar fundar trúnaðarráðs óskaði Efling eftir því að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte myndi yfirfara viðskipti stéttarfélagsins við Sigur vefstofu. Að sögn Viðars gerði fyrirtækið engar athugasemdir við viðskiptin. Í kjölfarið hafi stjórn Eflingar samþykkt að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt. Sjálfur hefur Viðar sagt að ekkert athugavert sé við viðskipti Eflingar við vefhönnunarfyrirtækið sem hafi útbúið nýja vefsíðu fyrir félagið og sinnt öðrum verkefnum tengdum vefsíðugerð og hönnunarvinnu. Reikningum hafi fylgt tímaskýrslur og þeir samþykktir af starfsmönnum og stjórnendum sem til þess höfðu umboð. Samþykkt reikninga hafi verið í samræmi við verkferla sem unnið hafi verið eftir á skrifstofunni og vinnan í fæstum tilvikum verið framkvæmd að ósk Viðars.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53 Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53
Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10
Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26