Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 21:56 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“ Veður Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“
Veður Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira