Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 16:53 Vilhjálmur Birgisson segir að Drífu sé ekki stætt lengur sem forseti ASÍ. Vilhjálmur auk Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Ragnars Þórs Ingólfssonar, hafa sótt mjög að Drífu forseta ASÍ að undanförnu. vísir/vilhelm Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. „Ómerkileg heitin í Drífu Snædal forseta ASÍ ná nýjum botni í þessari grein,“ segir Vilhjálmur meðal annars í herskárri grein sem hann birti nýverið á Vísi. En þar svarar hann svargrein Drífu sem hún skrifaði til að svara ásökunum sem Ragnar Þór hafði sett fram. Sakar Drífu um að vilja bregða fyrir sig fæti á leið í formannsstól SGS Vilhjálmur telur einsýnt að í grein Drífu, þar sem hún segist reyndar þeirrar skoðunar að launafólk á Íslandi eigi rétt á því að forysta verkalýðshreyfingarinnar komi sameinuð fram en hún eigi engan kost annan en svara því sem hún segir rangfærslur í máli bæði Vilhjálms og Ragnars Þórs, vilji Drífa koma á sig höggi vegna komandi þingi Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður í næstu viku, dagana 23. – 25. mars 2022 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Frá formannafundi ASÍ 2019. Vilhjálmur sagði sig frá embætti 1. varaforseta, dró þá afsögn sína til baka en þá var búið að ganga frá brotthvarfi hans. Vilhjálmur segir Drífu hafa dansað stríðsdans enda hefði hún viljað losna við Vilhjálm og Ragnar Þór úr stjórn.vísir/vilhelm. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins en þar eru línurnar í kjaramálum og starfsemi og þýðingarmikil mál tekin til umfjöllunar. SGS er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, með samtals um 72.000 félagsmenn. Lykilatriði er fyrir ASÍ hvernig mál skipast þar en Vilhjálmur sækist eftir formennsku. Sólveig Anna segir sitjandi stjórn Eflingar neita að láta af völdum Sólveig Anna hefur farið fram á að stjórnarskiptum verði flýtt innan Eflingar, og er ástæða þess meðal annars talin að það sé svo hún geti beitt sér á þingi SGS. Sitjandi stjórn Eflingar hefur hins vegar staðið í vegi fyrir því, að sögn Sólveigar Önnu: Í stað þess að halda aðalfund í gær og sýna lýðræðislegum vilja félagsfólks Eflingar þá virðingu sem formanni og varaformanni Eflingar ber að sýna, hélt starfandi formaður aukastjórnarfund, að sögn Sólveigar Önnu í pistli á Facebook-síðu sinni. Sitjandi stjórn getur ekki „virt niðurstöður kosninga félagsfólks um það hver eigi að stýra félaginu, hún getur ekki sætt sig við að hún og hennar fólk hafi tapað.“ Sólveig er ósátt við að ASÍ skuli ekki beita sér í málinu þannig að ný stjórn geti tekið við. Segir tíma Drífu liðinn Óhætt er að segja að Vilhjálmi sé heitt í hamsi í grein sinni. Hann sakar Drífu um hálfsannleik, ómerkilegheit og boðar að dagar hennar sem forseti ASÍ séu liðnir: „Málið er að hennar tími sem forseti ASÍ er liðinn enda nýtur hún ekki lengur að mínu mati stuðnings stéttarfélaga sem fara með upp undir 70% af ASÍ. Þetta eru blákaldar staðreyndir og ljóst að á þingi ASÍ í haust mun verða kosinn nýr forseti,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Formannskjör í VR Tengdar fréttir Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. 16. mars 2022 13:31 Átökin í verkalýðshreyfingunni Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. 16. mars 2022 08:01 Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13. mars 2022 15:05 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Ómerkileg heitin í Drífu Snædal forseta ASÍ ná nýjum botni í þessari grein,“ segir Vilhjálmur meðal annars í herskárri grein sem hann birti nýverið á Vísi. En þar svarar hann svargrein Drífu sem hún skrifaði til að svara ásökunum sem Ragnar Þór hafði sett fram. Sakar Drífu um að vilja bregða fyrir sig fæti á leið í formannsstól SGS Vilhjálmur telur einsýnt að í grein Drífu, þar sem hún segist reyndar þeirrar skoðunar að launafólk á Íslandi eigi rétt á því að forysta verkalýðshreyfingarinnar komi sameinuð fram en hún eigi engan kost annan en svara því sem hún segir rangfærslur í máli bæði Vilhjálms og Ragnars Þórs, vilji Drífa koma á sig höggi vegna komandi þingi Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður í næstu viku, dagana 23. – 25. mars 2022 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Frá formannafundi ASÍ 2019. Vilhjálmur sagði sig frá embætti 1. varaforseta, dró þá afsögn sína til baka en þá var búið að ganga frá brotthvarfi hans. Vilhjálmur segir Drífu hafa dansað stríðsdans enda hefði hún viljað losna við Vilhjálm og Ragnar Þór úr stjórn.vísir/vilhelm. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins en þar eru línurnar í kjaramálum og starfsemi og þýðingarmikil mál tekin til umfjöllunar. SGS er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, með samtals um 72.000 félagsmenn. Lykilatriði er fyrir ASÍ hvernig mál skipast þar en Vilhjálmur sækist eftir formennsku. Sólveig Anna segir sitjandi stjórn Eflingar neita að láta af völdum Sólveig Anna hefur farið fram á að stjórnarskiptum verði flýtt innan Eflingar, og er ástæða þess meðal annars talin að það sé svo hún geti beitt sér á þingi SGS. Sitjandi stjórn Eflingar hefur hins vegar staðið í vegi fyrir því, að sögn Sólveigar Önnu: Í stað þess að halda aðalfund í gær og sýna lýðræðislegum vilja félagsfólks Eflingar þá virðingu sem formanni og varaformanni Eflingar ber að sýna, hélt starfandi formaður aukastjórnarfund, að sögn Sólveigar Önnu í pistli á Facebook-síðu sinni. Sitjandi stjórn getur ekki „virt niðurstöður kosninga félagsfólks um það hver eigi að stýra félaginu, hún getur ekki sætt sig við að hún og hennar fólk hafi tapað.“ Sólveig er ósátt við að ASÍ skuli ekki beita sér í málinu þannig að ný stjórn geti tekið við. Segir tíma Drífu liðinn Óhætt er að segja að Vilhjálmi sé heitt í hamsi í grein sinni. Hann sakar Drífu um hálfsannleik, ómerkilegheit og boðar að dagar hennar sem forseti ASÍ séu liðnir: „Málið er að hennar tími sem forseti ASÍ er liðinn enda nýtur hún ekki lengur að mínu mati stuðnings stéttarfélaga sem fara með upp undir 70% af ASÍ. Þetta eru blákaldar staðreyndir og ljóst að á þingi ASÍ í haust mun verða kosinn nýr forseti,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Formannskjör í VR Tengdar fréttir Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. 16. mars 2022 13:31 Átökin í verkalýðshreyfingunni Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. 16. mars 2022 08:01 Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13. mars 2022 15:05 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. 16. mars 2022 13:31
Átökin í verkalýðshreyfingunni Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. 16. mars 2022 08:01
Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13. mars 2022 15:05