Fótbolti

Rangnick: „Það var alltaf einhver liggjandi í jörðinni“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ralf Rangnick var ekki sáttur eftir að Manchester United féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.
Ralf Rangnick var ekki sáttur eftir að Manchester United féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. Michael Regan/Getty Images

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var eðlilega niðurlútur eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Atlético Madrid í gær.

„Mér finnst við hafa spilað mjög vel í fyrri hálfleik. Nákvæmlega eins og við vildum spila,“ sagði Rangnick í samtali við BT Sport að leik loknum. „Við vorum orkumiklir en náðum ekki að nýta okkur það til að skora eitt eða tvö mörk.“

„Við áttum nokkur góð augnablik þar sem við áttum að skora en gerðum það ekki. Að fá á okkur mark úr skyndisókn rétt fyrir hálfleik var heldur ekki að hjálpa.“

Gestirnir í Atlético Madrid hægðu mikið á leiknum í síðari hálfleik og nýttu sér hvert tækifæri sem gafst til að stöðva leikinn. Rangnick segir að dómari leiksins hafi ekki tekið nógu vel á því þegar leikmenn Atlético virtust reyna að tefja leikinn.

„Þetta var erfitt í síðari hálfleik af því að leikurinn var alltaf að stöðvast. Það var alltaf einhver liggjandi í jörðinni.“

„Ég myndi líka segja að það hafi verið teknar nokkrar forvitnilegar ákvarðanir af dómaranum. Ég myndi kannski ekki segja að þær hafi skipt sköpum í leiknum, en hann féll of oft fyrir því þegar þeir voru að tefja. Og að bæta bara fjórum mínútum við var algjört grín að mínu mati,“ sagði Rangnick að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×