Framhaldsskólaleikarnir: Heimsóknir í Tækniskólann og ME Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasambands Íslands fara fram þessa dagana. Meta Productions Tækniskólinn varð seinasti skólinn til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleikana með sigri gegn ME síðastliðinn fimmtudag. Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti
Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti