Framhaldsskólaleikarnir: Heimsóknir í Tækniskólann og ME Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Framhaldsskólaleikar Rafíþróttasambands Íslands fara fram þessa dagana. Meta Productions Tækniskólinn varð seinasti skólinn til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Framhaldsskólaleikana með sigri gegn ME síðastliðinn fimmtudag. Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við. Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Tækniskólinn er ríkjandi Framhaldsskólaleikameistari frá því í fyrra og því mikið undir til að reyna að verja titilinn. Liðið vann öruggan 2-0 sigur í fyrsta leik kvöldsins sem var Rocket League. Það sama var uppi á teningnum í CS:GO þar sem Tækniskólinn vann góðan 16-5 sigur. ME sýndi klærnar í FIFA og vann fyrri viðureignina 4-0 og þá síðari 2-1, en þá var skaðinn skeður og það var því Tækniskólinn sem tryggði sér sæti í undanúrslitum með tveimur sigrum gegn einum. Á meðan útsendingu stóð voru sýnd myndbrot frá því þegar Eva Margrét kíkti í heimsókn í skólana og tók stöðuna á nemendum og keppendum. Heimsóknirnar má sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Klippa: FRÍS: Heimsókn í Tækniskólann Klippa: FRÍS: Heimsókn í ME Undanúrslitin hefjast svo á morgun þegar Tækniskólinn mætir MÁ. Síðari undanúrslitaviðureignin fer fram á fimmtudaginn eftir viku þar sem FVA og MS eigast við.
Framhaldsskólaleikarnir Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira