Rússar skutu almennan borgara sem hafði hendur á lofti til bana Árni Sæberg skrifar 15. mars 2022 18:01 Rússnesk skriðdrekasveit drap manninn. Stringer/Getty Þann 7. mars síðastliðinn skutu rússneskir hermenn almennan úkraínskan borgara til bana þrátt fyrir að hann hafi reitt hendur á loft. Þýska sjónvarpsstöðin ZDF hefur myndefni úr dróna undir höndum sem sýnir rússnesku hermennina skjóta manninn til bana á vegi örfáa kílómetra frá Kænugarði. Myndbandið sýnir manninn stöðva bifreið sína þegar hann sér rússneska skriðdrekahersveit í vegkantinum. Hann stígur síðan út úr bílnum með hendur á lofti en er skotinn nánast samstundis. Fundu drónaflugmanninn Fréttaskýringaþætti ZDF, Frontal, barst myndefnið frá ónafngreindum heimildarmanni og fréttamenn ákváðu að nauðsynlegt væri að staðreyna sannleiksgildi myndbandsins. „Til að sannreyna það leituðum við drónaflugmannsins. Við fundum hann í kjallara í Kænugarði,“ Sá heitir Zanoza og er sjálfboðaliði í Úkraínuher og greindi stríðsfréttariturum Frontal frá því sem hann sá þann 7. mars. „Faðirinn steig út úr bílnum, lyfti höndum hátt í loft, og var einfaldlega skotinn af rússneskum hermönnum,“ segir hann. Fréttaritarar gátu staðfest staðsetningu og tímasetningu skotárásarinnar með því að afla frekari myndbanda af henni. Drepinn fyrir framan fjölskyldu sína „Svo virðist sem þeir hafi framið stríðsglæp. Þetta er almennur borgari sem er skotinn, og kona hans og dóttir eða sonur, það sést ekki skýrt á myndbandi hvors kyns barnið er, voru síðan leidd á brott af rússnesku hermönnunum,“ segir Arndt Ginzel, fréttaritari Frontal í Úkraínu. „Myndefnið frá 7. Mars sýnir að fullyrðing Pútíns, um að innrás Rússa í Úkraínu sé sérstök hernaðaraðgerð þar sem engir almennir borgarar eru drepnir, er ekkert annað en lygi,“ segir í lok fréttar Frontal sem sjá má hér að neðan. #Putin spricht von einer Spezialaktion in der #Ukraine, die sich nicht gegen Zivilisten richte. Eine Drohne filmte allerdings wenige Kilometer westlich von Kiew, wie ein Zivilist von offenbar russischen Soldaten erschossen wird. #ZDFfrontal exklusiv, mehr zum Krieg 21.15 Uhr @ZDF pic.twitter.com/1FDdD7v9Ww— frontal (@ZDFfrontal) March 15, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Þýska sjónvarpsstöðin ZDF hefur myndefni úr dróna undir höndum sem sýnir rússnesku hermennina skjóta manninn til bana á vegi örfáa kílómetra frá Kænugarði. Myndbandið sýnir manninn stöðva bifreið sína þegar hann sér rússneska skriðdrekahersveit í vegkantinum. Hann stígur síðan út úr bílnum með hendur á lofti en er skotinn nánast samstundis. Fundu drónaflugmanninn Fréttaskýringaþætti ZDF, Frontal, barst myndefnið frá ónafngreindum heimildarmanni og fréttamenn ákváðu að nauðsynlegt væri að staðreyna sannleiksgildi myndbandsins. „Til að sannreyna það leituðum við drónaflugmannsins. Við fundum hann í kjallara í Kænugarði,“ Sá heitir Zanoza og er sjálfboðaliði í Úkraínuher og greindi stríðsfréttariturum Frontal frá því sem hann sá þann 7. mars. „Faðirinn steig út úr bílnum, lyfti höndum hátt í loft, og var einfaldlega skotinn af rússneskum hermönnum,“ segir hann. Fréttaritarar gátu staðfest staðsetningu og tímasetningu skotárásarinnar með því að afla frekari myndbanda af henni. Drepinn fyrir framan fjölskyldu sína „Svo virðist sem þeir hafi framið stríðsglæp. Þetta er almennur borgari sem er skotinn, og kona hans og dóttir eða sonur, það sést ekki skýrt á myndbandi hvors kyns barnið er, voru síðan leidd á brott af rússnesku hermönnunum,“ segir Arndt Ginzel, fréttaritari Frontal í Úkraínu. „Myndefnið frá 7. Mars sýnir að fullyrðing Pútíns, um að innrás Rússa í Úkraínu sé sérstök hernaðaraðgerð þar sem engir almennir borgarar eru drepnir, er ekkert annað en lygi,“ segir í lok fréttar Frontal sem sjá má hér að neðan. #Putin spricht von einer Spezialaktion in der #Ukraine, die sich nicht gegen Zivilisten richte. Eine Drohne filmte allerdings wenige Kilometer westlich von Kiew, wie ein Zivilist von offenbar russischen Soldaten erschossen wird. #ZDFfrontal exklusiv, mehr zum Krieg 21.15 Uhr @ZDF pic.twitter.com/1FDdD7v9Ww— frontal (@ZDFfrontal) March 15, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira