Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir verða á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir verða á sínum stað klukkan 18:30.

Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðastliðna nótt.

Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum þar sem við ræðum einnig við sendiherra Póllands á Íslandi. Hann segir að pólska þjóðin muni standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Pútins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið.

Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Við tökum stöðuna á faraldrinum en forstjóri Landspítalans vonast til að þetta sé til marks um að hann sé á niðurleið.

Við tökum einnig stöðuna á björgunarsveitarfólki sem hefur farið í óvenju mörg og erfið útköll undanfarið, kynnum okkur breytingar á reglum um nikótínvörur og lítum á áform um kvikmyndaþorp í Gufunesi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×