„Set líka þrýsting á mig að vera frábær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2022 09:00 Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg geta unnið þrefalt á þessu tímabili. stöð 2 sport Ómar Ingi Magnússon fagnar því að auknar kröfur séu gerðar til íslenska landsliðsins í handbolta. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið hittist eftir Evrópumótið í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Það er æðislegt að vera kominn heim. Ég held að allir njóti þess að vera á Íslandi og það er gott að hitta strákana aftur. Maður saknaði þeirra. Ég er ánægður með þessa viku sem við fáum og vona að hún nýtist vel,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Safamýrinni. Ísland mætir annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á HM um miðjan apríl. Talsverðar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins eftir góða frammistöðu á EM og Ómar tekur meiri kröfum fagnandi. „Það er bara flott. Við viljum fá pressu, það er gott, og þýðir að við getum eitthvað. Við þurfum að klára þá leiki og það er stefnan,“ sagði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Selfyssingurinn hefur verið einn allra besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Lið hans, Magdeburg, er með gott forskot á toppi deildarinnar. „Það eru alls konar smáatriði sem maður þarf að huga að til að vera góður í handbolta. Ég reyni bara að spila minn besta leik alltaf þegar ég kem inn á völlinn. Það er markmiðið í hverjum leik, að gefa sig allan í þetta og vera á fullu allan tímann,“ sagði Ómar. Hann lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og er með báða fætur kyrfilega á jörðinni, jafnvel þótt talað sé um hann sem besta leikmann þýsku deildarinnar. „Maður þarf að halda. Markmiðið er að vera talinn einn af þeim betri og þá er ánægður. Ég set líka þrýsting á mig að vera frábær,“ sagði Ómar að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01 „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Íslenska landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið hittist eftir Evrópumótið í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Það er æðislegt að vera kominn heim. Ég held að allir njóti þess að vera á Íslandi og það er gott að hitta strákana aftur. Maður saknaði þeirra. Ég er ánægður með þessa viku sem við fáum og vona að hún nýtist vel,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Safamýrinni. Ísland mætir annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á HM um miðjan apríl. Talsverðar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins eftir góða frammistöðu á EM og Ómar tekur meiri kröfum fagnandi. „Það er bara flott. Við viljum fá pressu, það er gott, og þýðir að við getum eitthvað. Við þurfum að klára þá leiki og það er stefnan,“ sagði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Selfyssingurinn hefur verið einn allra besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Lið hans, Magdeburg, er með gott forskot á toppi deildarinnar. „Það eru alls konar smáatriði sem maður þarf að huga að til að vera góður í handbolta. Ég reyni bara að spila minn besta leik alltaf þegar ég kem inn á völlinn. Það er markmiðið í hverjum leik, að gefa sig allan í þetta og vera á fullu allan tímann,“ sagði Ómar. Hann lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og er með báða fætur kyrfilega á jörðinni, jafnvel þótt talað sé um hann sem besta leikmann þýsku deildarinnar. „Maður þarf að halda. Markmiðið er að vera talinn einn af þeim betri og þá er ánægður. Ég set líka þrýsting á mig að vera frábær,“ sagði Ómar að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01 „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01
„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00